Enski boltinn

Given í læknisskoðun hjá City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shay Given í leik með Newcastle.
Shay Given í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Shay Given er í þann veginn að ganga til liðs við Manchester City ef hann stenst læknisskoðun hjá félaginu sem nú stendur yfir.

City og Newcastle hafa komist að samkomulagi um kaupverð sem er talið vera um átta milljónir punda. Given var í kjölfarið gefið leyfi til að ræða við City.

City bauð upphaflega fimm milljónir punda en því var hafnað umsvifalaust. Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að tilboðið væri móðgun við bæði félagið og Given sjálfan.

Given kom frá Blackburn fyrir 1,5 milljón punda árið 2007 og hefur síðan þá spilað 461 leik fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×