Innlent

Söfnunarátaki fyrir krabbameinssjúk börn lauk í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óskar Örn Guðbrandsson.
Óskar Örn Guðbrandsson.
Söfnunarátakinu „Á allra vörum" lauk í dag þegar söfnunarféð að upphæð 53 milljónir króna var afhent forsvarsmönnum Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Í tilkynningu frá söfnunarátakinu kemur fram að peningarnir verði notaðir til að byggja nýtt hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra. Hvíldarheimilinu hefur verið gefið nafnið Hetjulundur.

„Árangurinn í söfnuninni á Skjá einum fór fram úr okkar björtustu vonum og gerði okkur ljóst að þjóðin var virkilega tilbúin til að standa með okkur í þessu verkefni," sagði Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna,  þegar söfnunarféð var afhent í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×