Innlent

Samstarf um betri miðborg

Magnús og Hanna Birna undirituðu samstarfsamninginn í Ráðhúsinu fyrr í dag.
Magnús og Hanna Birna undirituðu samstarfsamninginn í Ráðhúsinu fyrr í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Magnús G. Friðgeirsson formaður félagsins Miðborgin okkar, undirrituðu í dag samstarfssamning sem stuðla á að eflingu miðborgarinnar.

Hið nýstofnaða félag Miðborgin okkar er nýtt miðborgarafl og að því standa kaupmenn og rekstraraðilar í verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur, að fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu borgarstjóra. Þar segir að megintilgangur félagsins sé að efla verslun, þjónustu og menningu í miðborginni, markaðssetja hana innanlands sem utan og stuðla að hreinni og fegurri miðborg.

„Ég fagna stofnun félagsins og í sameiningu munum við stuðla að miðborg þar sem þjónusta, menning og mannlíf fær að blómstra," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, í tilkynningunni.

Samningurinn er til þriggja ára og styrkir Reykjavíkurborg starfsemi og rekstur félagsins um 5 milljónir króna á hverju rekstrarári. Ennfremur þiggur félagið framlag frá Bílastæðasjóði sem nemur 5% tekna sjóðsins af stöðu og miðamælum og því framlagi er ætla að renna til markaðssetningar miðborgarinnar.

Fram kemur í tilkynningunni að samningurinn sé gerður í framhaldi af samstarfi kaupmanna í miðborginni og Reykjavíkurborgar sem staðið hafi árum saman og gefið góða raun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×