Enski boltinn

Guðlaugur lék með varaliðinu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Guðlaugur Victor Pálsson, Íslendingurinn ungi í herbúðum Liverpool, var í byrjunarliðinu í kvöld þegar varalið Liverpool og Everton mættust í nágrannaslag. Guðlaugur lék á hægri kantinum.

Guðlaugur er á átjánda aldursári en hann gekk í raðir Liverpool frá danska liðinu AGF skömmu eftir áramót.

Hann lék í 70 mínútur í leiknum í kvöld en leikurinn endaði með jafntefli 1-1 sem eru sanngjörn úrslit samkvæmt heimasíðu Liverpool.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×