Innlent

Fjórar F-16 orrustuþotur annast loftrýmisvarnir

Fjórar F-16 orustuþotur munu annast loftrýmisvarnir Íslands þegar Danir taka að sér verkið í mars. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segist vona að eftirlitið haldi áfram en það sé nýrrar ríkisstjórnar Íslands að ákveða hvort svo verð.

Ráðamenn Atlantshafsbandalagsins og utanríkis- og varnarmálaráðherrar margra aðildarríkja sóttu í dag málstofu NATO um öryggismál á norðurslóðum sem haldin var í Reykjavík í dag.

Á blaðamannafundi var Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagsins, spurður um mikilvægi loftrýmiseftirlits bandalagsríkja yfir Íslandi eftir brotthvarf varnarliðsins. Hann sagði það hafa verið góða lausn og farið vel af stað. Geir H. Haarde, fráfrandi forsætisráðherra, sem flutti opnunarávarp málþingsins, sagði það að óbreyttu halda áfram.

Norðmenn gerðu árið 2007 samkomulag við Íslendinga um náið samstarf í öryggis- og varnarmálum á friðartímum. Nefnt hefur verið að Norðmenn komi að loftrýmiseftirlitinu. Bretar komu ekki til eftirlits með þotur hingað í desember og hefur það verið sögð ákvörðun NATO. Það ítrekaði ráðherra alþjóðlegra öryggis- og varnarmála í breskur ríkisstjórninni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×