Innlent

Steingrímur í mestum takti við þjóðina

Karen Kjartansdóttir skrifar
Séu ræður alþingismanna bornar saman við umræður á Þjóðfundinum sem fram fór um helgina virðist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í mestum tengslum við umræður almennings. Kristján Möller samgönguráðherra er hins vegar í minnstum takti. Þetta var meðal þeirra niðurstaðna sem aðstandendur fyrirtækisins CLARA komust að eftir að þeir létu búnaðinn vinna úr gögnum þjóðfundarins og svo ræðum alþingsmanns síðastliðinn mánuðinn. Rímuðu ræður Steingríms hvað oftast við það sem fram kom á fundinum.

CLARA var meðal þeirra sprotafyrirtækja sem kynnt voru á Nýsköpunarmessu Háskóla Íslands í dag. Búnaðurinn sameinar gervigreind og textagreiningu en með því má fá margar áhugaverðar niðurstöður. Meðal annars segir Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins að einnig hafi komið fram þegar CLARA hafði greint fylgni milli gengis alþingismanna í síðustu kosningum og svo tengsla þeirra við umræður á Þjóðfundinum.

Gunnar Hólmsteinn segir að ætlunin sé að greina umræðu Þjóðfundarins á marga fleiri vegu. Nánari upplýsingar um sprotafyrirtækið má finna á síðunni clara.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×