Innlent

Bleiku slaufurnar rjúka út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Salan á bleiku slaufunni hefur farið vel af stað það sem af er söfnunarátaki Krabbameinsfélags Íslands í ár. „Lagerinn hjá okkur kláraðist á mettíma, og vonumst við til að smásalan gangi að sama skapi vel," segir Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Markmiðið er að selja 45 þúsund slaufur og fer allur ágóði til styrktar leitarstarfi Krabbameinsfélagsins.

Smásalan gengur einnig vel, ef marka má nýjustu tölur frá Samkaupum. „Við finnum fyrir miklum áhuga á málefninu og höfum nú þegar selt hátt í 3.000 slaufur," segir Þorgeir Jónsson, innkaupastjóri sérvöru hjá Samkaupum, sem stutt hafa við Krabbameinsfélagið með sölu á slaufunni undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×