Erlent

50 látnir eftir jarðskjálftann á Ítalíu

Frá bænum L´Aguila á Ítalíu í morgun.
Frá bænum L´Aguila á Ítalíu í morgun. MYND/AP
Að minnsta kosti fimmtíu manns létu lífið í jarðskjálfanum sem reið yfir mið Ítalíu í nótt. Hundruð bygginga hrundu til grunna. Björgunarsveitir eru nú að leita í rústum hundruða húsa og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka, jafnvel verulega.

Mesta manntjónið varð í bænum L´Aguila þar sem íbúar eru um 68 þúsund talsins. L´Aguila er um 100 kílómetra austan við Róm og skammt frá upptökum jarðskjálftans. Hann reið yfir um hálf tvö í nótt þegar flestir íbúanna voru í fastasvefni.

Skjálftinn er talinn hafa verið um 6,7 á Richter kvarða og átt upptök sín á tíu kílómetra dýpi.

Í L´Aguila hrundu hundruð húsa til grunna og sem dæmi má nefna að fjögurra hæða íbúðablokk var ekki nema rétt mannhæðarhá eftir skjálftann.

Björgunarsveitir eru enn að streyma á skjálftasvæðið. Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu frestaði heimsók til Moskvu og hefur lýst yfir neyðarástandi.

Það opnar fyrir opinbert fé til björgunarstarfa og uppbygginar þegar þar að kemur.


Tengdar fréttir

40 látnir í jarðskjálftanum á Ítalíu

Tala látinna í jarðskjálftanum á Ítalíu í nótt hefur farið hækkandi þegar liðið hefur á morguninn. Nú er talið að 50 hafi látist í það minnsta en skjálftinn mældist 6,3 á Richter. Það er því orðið ljóst að skjálftinn er sá mannskæðasti sem riðið hefur yfir ítalíu frá árinu 1980 þegar tæplega þrjú þúsund manns létust í suðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×