Erlent

40 látnir í jarðskjálftanum á Ítalíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rústir húss sem hrundi í skjálftanum.
Rústir húss sem hrundi í skjálftanum. MYND/CNN

Tala látinna í jarðskjálftanum á Ítalíu í nótt hefur farið hækkandi þegar liðið hefur á morguninn. Nú er talið að 50 hafi látist í það minnsta en skjálftinn mældist 6,3 á Richter. Það er því orðið ljóst að skjálftinn er sá mannskæðasti sem riðið hefur yfir ítalíu frá árinu 1980 þegar tæplega þrjú þúsund manns létust í suðurhluta landsins.

Björgunarmenn vinna nú að því að bjarga fólki úr rústum húsa. Upptök skjálftans voru um 100 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Róm og fannst hann glöggt þar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×