Erlent

Leitað fram eftir nóttu

Alls fimm þúsund björgunarsveitarmenn og sjálboðaliðar munu leita fólks sem hugsanlega eru enn undir rústunum í smábænum L´Aquila á Ítalíu eftir að jarðskjálftinn skók jörðina með dramatískum afleiðingum.

Alls hafa hundrað og fimmtíu manns látið lífið og þá eru eitt þúsund og fimm hundruð manns slasaðir eftir jarðskjálftann. Talið er að um fimmtíu þúsund manns hafi misst heimili sín.

Björgunarsveitrarmenn notast við flóðljós á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×