Erlent

Kærður fyrir að vara við jarðskjálftanum á Ítalíu

Óli Tynes skrifar
Mörg hús jöfnuðust við jörðu í skjálftanum.
Mörg hús jöfnuðust við jörðu í skjálftanum. Mynd/AP

Ítalskur jarðvísindamaður sem varaði við jarðskjálftanum sem þar varð í nótt var kærður til lögreglunnar fyrir hræðsluáróður og skipað að taka viðvaranir sínar af YouTube.

Giampaolo Giuliani ráðlagði íbúum borgarinnar L´Aquila að yfirgefa hús sín. Hann sagði á YouTube að radon gas sem væri að safnast saman á skálftasvæðinu benti til þess að meiriháttar jarðskjálfti væri yfirvofandi.

Fjölmargir jarðskjálftar hafa fundist á þessu svæði fyrir norðan Róm síðan í janúar.

Bæjaryfirvöld voru hinsvegar ekki hrifnir af aðvörunum Giulianis og kærðu hann til lögreglunnar fyrir að valda óþarfa ótta. Honum var meðal annars skipað að taka aðvaranir sínar af YouTube.

Jarðskjálfinn sem hann spáði varð yfir níutíu manns að bana og tugþúsundir misstu heimili sín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×