Innlent

Metdagur hjá Hjálparstarfinu

Hjálparstarf kirkjunnar úthlutaði 168 matargjöfum í gær, sem er met ef frá er talin aðstoð um hátíðir. Á miðvikudaginn í síðustu viku var 116 gjöfum úthlutað, og þótti það þó mjög mikið, að sögn Vilborgar Oddsdóttur hjá Hjálparstarfinu. Auk þess hafa hátt í sjötíu gjafir verið sendar út á land.

Vilborg segir að gífurleg fjölgun hafi orðið hjá þeim á þessu ári. Sem dæmi nefnir hún að í október hafi borist um 880 umsóknir, samanborið við tæpar 200 í fyrra, sem þó þótti mikill fjöldi. „Mín skýring er sú að það er svo ofboðslegur greiðsluvilji hjá fólki. Fólk er að greiða það sem það skuldar og á bara ekkert eftir," segir hún.

Margar fjölskyldur hafi ekki nema 30 til 50 þúsund krónur aflögu eftir að hafa greitt sínar skuldir.- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×