Innlent

Dræm þátttaka í VR kosningum

Gunnar Páll Pálsson er formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson er formaður VR.

Aðeins um fimmtungur félagsmanna í VR hefur tekið þátt í kosningum um formann, stjórn og trúnaðarráð félagsins. Kosningunum lýkur á hádegi á morgun.

Um 25 þúsund eru á kjörskrá en nú rétt fyrir hádegi höfðu rúmlega 5100 félagsmenn kosið. Þrír eru í framboði til formanns. Gunnar Páll Pálsson, sitjandi formaður, Kristinn Örn Jóhannesson og Lúðvík Lúðvíksson.

Kosningin fer fram á vefsíðu VR - VR.is og geta allir félagsmenn VR kosið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×