Fordæma ákvörðun Einars um hvalveiðar 29. janúar 2009 12:52 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun Einars K. Guðfinssonar, starfandi sjávarútvegsráðherra, að heimila hvalveiðar og telja með ólíkindum að slík ákvörðun skuli tekin af ráðherra sem er að hætta störfum. „Ljóst er að ekki hefur verið haft samráð við þá stjórn sem nú situr og enn síður við þá sem eru að mynda nýja stjórn en þar er mikil andstaða við hvalveiðar. Varla getur leikið vafi á því að næsta ríkisstjórn afturkalli leyfið," segir í tilkynningu samtakanna. Umfjöllun um Ísland erlendis hefur verið mjög neikvæð allt frá því er bankarnir hrundu og hafa ýktar lýsingar á óeirðum hér á landi nýlega bæst við í heimspressunni án þess að Íslendingar fái rönd við reist, segir í tilkynningu. „Það verður mikil vinna að endurreisa ímynd Íslands. Stórfelldar hvalveiðar munu bæta í vandann." „Hvalveiðar, ekki síst stórhvalaveiði, skapa mikla gagnrýni í okkar helstu viðskiptalöndum og á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram dæmi um að neytendur sniðgangi íslenskar vörur og þjónustu vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar hafa verið á undanförnum árum." Samtökin segja að hrefnuveiði undanfarinna ára hafi nú þegar skaðað hvalaskoðunina mikið og sífellt færri hrefnur sjáist á þeim svæðum sem hvalaskoðunarbátar nýta. „Hvalaskoðun hefur verið sú grein innan ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast á undanförnum árum með tilheyrandi fjölda starfa og virðisauka fyrir íslenska þjóðarbú, það er því alveg ljóst að með þessari ákvörðun er verið að skaða þessa uppbyggingu og kasta frá sér meiri hagsmunum fyrir minni." Samtök ferðaþjónustunnar hvetja næstu ríkisstjórn til þess að afturkalla þessa heimild. Tengdar fréttir Talaði ekki við ferðamálaráðherrann um hvalveiðar Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gagnrýna báðir ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á Langreyðum næstu fimm árin sem tekin var í gær. Steingrímur segir að um sé að ræða ákaflega sérkennilega stjórnsýslu hjá ráðherra sem sitji í starfsstjórn. „Þetta er ekki stórmannlegt,“ sagði Steingrímur. 28. janúar 2009 12:51 Jón Ásgeir: Hvalveiðar skaða eignir erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og Iceland-verslunarkeðjunnar, hefur áhyggjur af því að leyfi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á hvalveiðum til 2013 muni koma til með að skaða eignir Íslendinga erlendis. 28. janúar 2009 20:27 Norrænir stjórnmálamenn gagnrýna áformaðar hvalveiðar harðlega Ákvörðun Íslendinga um að auka hvalveiðikvótann var gagnrýnd harðlega á fundi Norðurlandaráðs sem haldin er á Íslandi þessa dagana. Meðal annars er það tímasetning ákvörðunar um aukinn kvóta sem vekur athygli, ekki síst vegna fjármálakreppunnar. Þá er það gagnrýnt að ríkisstjórnin hafi 28. janúar 2009 15:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun Einars K. Guðfinssonar, starfandi sjávarútvegsráðherra, að heimila hvalveiðar og telja með ólíkindum að slík ákvörðun skuli tekin af ráðherra sem er að hætta störfum. „Ljóst er að ekki hefur verið haft samráð við þá stjórn sem nú situr og enn síður við þá sem eru að mynda nýja stjórn en þar er mikil andstaða við hvalveiðar. Varla getur leikið vafi á því að næsta ríkisstjórn afturkalli leyfið," segir í tilkynningu samtakanna. Umfjöllun um Ísland erlendis hefur verið mjög neikvæð allt frá því er bankarnir hrundu og hafa ýktar lýsingar á óeirðum hér á landi nýlega bæst við í heimspressunni án þess að Íslendingar fái rönd við reist, segir í tilkynningu. „Það verður mikil vinna að endurreisa ímynd Íslands. Stórfelldar hvalveiðar munu bæta í vandann." „Hvalveiðar, ekki síst stórhvalaveiði, skapa mikla gagnrýni í okkar helstu viðskiptalöndum og á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram dæmi um að neytendur sniðgangi íslenskar vörur og þjónustu vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar hafa verið á undanförnum árum." Samtökin segja að hrefnuveiði undanfarinna ára hafi nú þegar skaðað hvalaskoðunina mikið og sífellt færri hrefnur sjáist á þeim svæðum sem hvalaskoðunarbátar nýta. „Hvalaskoðun hefur verið sú grein innan ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast á undanförnum árum með tilheyrandi fjölda starfa og virðisauka fyrir íslenska þjóðarbú, það er því alveg ljóst að með þessari ákvörðun er verið að skaða þessa uppbyggingu og kasta frá sér meiri hagsmunum fyrir minni." Samtök ferðaþjónustunnar hvetja næstu ríkisstjórn til þess að afturkalla þessa heimild.
Tengdar fréttir Talaði ekki við ferðamálaráðherrann um hvalveiðar Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gagnrýna báðir ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á Langreyðum næstu fimm árin sem tekin var í gær. Steingrímur segir að um sé að ræða ákaflega sérkennilega stjórnsýslu hjá ráðherra sem sitji í starfsstjórn. „Þetta er ekki stórmannlegt,“ sagði Steingrímur. 28. janúar 2009 12:51 Jón Ásgeir: Hvalveiðar skaða eignir erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og Iceland-verslunarkeðjunnar, hefur áhyggjur af því að leyfi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á hvalveiðum til 2013 muni koma til með að skaða eignir Íslendinga erlendis. 28. janúar 2009 20:27 Norrænir stjórnmálamenn gagnrýna áformaðar hvalveiðar harðlega Ákvörðun Íslendinga um að auka hvalveiðikvótann var gagnrýnd harðlega á fundi Norðurlandaráðs sem haldin er á Íslandi þessa dagana. Meðal annars er það tímasetning ákvörðunar um aukinn kvóta sem vekur athygli, ekki síst vegna fjármálakreppunnar. Þá er það gagnrýnt að ríkisstjórnin hafi 28. janúar 2009 15:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Talaði ekki við ferðamálaráðherrann um hvalveiðar Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gagnrýna báðir ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á Langreyðum næstu fimm árin sem tekin var í gær. Steingrímur segir að um sé að ræða ákaflega sérkennilega stjórnsýslu hjá ráðherra sem sitji í starfsstjórn. „Þetta er ekki stórmannlegt,“ sagði Steingrímur. 28. janúar 2009 12:51
Jón Ásgeir: Hvalveiðar skaða eignir erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og Iceland-verslunarkeðjunnar, hefur áhyggjur af því að leyfi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á hvalveiðum til 2013 muni koma til með að skaða eignir Íslendinga erlendis. 28. janúar 2009 20:27
Norrænir stjórnmálamenn gagnrýna áformaðar hvalveiðar harðlega Ákvörðun Íslendinga um að auka hvalveiðikvótann var gagnrýnd harðlega á fundi Norðurlandaráðs sem haldin er á Íslandi þessa dagana. Meðal annars er það tímasetning ákvörðunar um aukinn kvóta sem vekur athygli, ekki síst vegna fjármálakreppunnar. Þá er það gagnrýnt að ríkisstjórnin hafi 28. janúar 2009 15:16