Lífið

Dorrit ferðast á almennu farrými

Dorrit Moussaief, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson.
Dorrit Moussaief, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson.

Dorrit Moussaief forsetafrú vakti athygli í flugvél Icelandair á leið til Lundúna í morgun af þeim sökum að hún sat á almennu farrými.

 

Bankamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson hafa að sama skapi ferðast á almennu farrými samkvæmt öruggum heimildum Vísis.

Vísir hafði samband við Guðjón Arngrímsson blaðafulltrúa Icelandair til að forvitnast almennt um notkun Íslendinga á Saga Class á ferðalögum erlendis: 

 

„Auðvitað hafa ferðalög Íslendinga snarminnkað og þar á meðal ferðalög í viðskiptaerindum," svarar Guðjón.

„Við byrjuðum með nýtt farrými í haust sem heitir Economy comfort en það er millistig milli almenns farrýmis og Saga class," segir Guðjón.

 

„Við erum að þróa þjónustuna í takt við breytingarnar sem eiga sér stað," bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.