Innlent

Réðust á pilt og tóku árásina upp með síma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrír sextán ára gamlir piltar hafa verið dæmdir vegna líkamsárásar á pilt í Reykjanesbæ í nóvember á síðasta ári.

Piltarnir réðust á hann, sneru hann niður, kýldu hann og spörkuðu í hann víðs vegar um líkamann. Árásarþolinn hlaut blæðingar og marbletti á höfði vegna þessa. Hann hlaut jafnframt eymsli á höndum og fingrum. Árásin var myndfest með síma og var myndskeiðið sett á YouTube. Myndskeiðið var nýtt sem sönnunargagn í málinu.

Árásin þótt óhugnaleg og vakti málið töluverða athygli þegar um það var fjallað fyrir ári síðan.

Það var Arnfríður Einarsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjaness sem kvað upp dóminn í dag.

Refsingu yfir piltunum er frestað til tveggja ára, haldi þeir almennt skilorð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×