Enski boltinn

Barnabarnið lýsti leiknum fyrir Kinnear á spítalanum

Joe Kinnear knattspyrnustjóri Newcastle er á batavegi eftir að hafa verið lagður veikur inn á sjúkrahús skömmu fyrir leik Newcastle og West Brom í gær.

Talsmaður Newcastle segir að Kinnear hafi fengið of háan blóðþrýsting og því hafi þótt ráðlegt að leggja hann inn. Hann fær væntanlega að fara heim eftir helgi.

Kinnear missti annars ekki af góðum sigri sinna manna í dag og sagðist hafa fengið beina lýsingu á leiknum frá barnabarninu sínu.

Framkvæmdastjóri Newcastle sagði í samtali við Sky að Kinnear hefði verið sjálfum sér líkur á sjúkrahúsinu þar sem hann hafi haft mun meiri áhyggjur af fallslagnum en eigin heilsu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×