Innlent

Össur: Icesave samþykkt í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur sagði í samtali við Reuters að hann gerði ráð fyrir að Icesave yrði samþykkt í næstu viku. Mynd/ Anton.
Össur sagði í samtali við Reuters að hann gerði ráð fyrir að Icesave yrði samþykkt í næstu viku. Mynd/ Anton.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er sannfærður um að Alþingi muni samþykkja Icesave frumvarpið í næstu viku.

„Ég er viss um að frumvarpið fer í gegn. Með naumindum, en það mun samt fara í gegn í næstu viku," segir Össur í samtali við Reuters fréttastofuna þar sem hann var staddur í Brussel.

Össur segist ekki búast við því að allur meirihlutinn muni samþykkja málið á Alþingi en það muni verða nægjanlega mikill stuðningur við það að hægt verði að afgreiða málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×