Miðasalan fer hægt af stað 21. janúar 2009 04:30 Búast má við mun færri Íslendingum á Hróarskelduhátíðina sem verður haldin í byrjun júlí. Danska rokkveislan í Hróarskeldu hefur haft mikið aðdráttarafl hjá íslenskum rokkhundum á ári hverju. Kreppan hefur nú stimplað sig þar inn. Miðasala á Hróarskelduhátíðina í Danmörku hefur gengið afar hægt hér á landi síðan hún hófst í byrjun desember. Að sögn Tómasar Young, tengiliðs hátíðarinnar, eru tvær ástæður fyrir því. Annars vegar efnahagskreppan og hins vegar að enn á eftir að tilkynna hvaða hljómsveitir spila á hátíðinni. „Það er búið að selja eitthvað af miðum. Ég hef ekki fengið töluna en hún fer mjög hægt af stað,“ segir Tómas um söluna. Hann segir þetta mikla breytingu frá því sem verið hefur. „Það er ekki gott hljóðið í flestum en svo eru líka einhverjir sem segja skítt með kreppuna og ætla samt að fara. Ég held að það séu þessir allra hörðustu aðdáendur Hróarskeldu.“ Fjöldi Íslendinga á Hróarskeldu sem keypti miða hérlendis tvöfaldaðist á árunum 2004 til 2007 og fór úr rúmum 760 manns í rúm 1.600. Á síðasta ári kvað aftur á móti við nýjan tón því þá hrapaði fjöldinn niður í 860 manns. Nú má búast við að Íslendingunum fækki enn frekar. Miðaverð á Hróarskeldu er nú komið í 46.500 krónur sem er mikil breyting frá því í fyrra þegar það var á bilinu 24 til 30 þúsund krónur. Hefur miðinn jafnframt hækkað um 3.700 krónur síðan í byrjun desember, allt út af lækkandi gengi krónunnar. „Það liggur við að maður sé hættur að fylgjast með þessu,“ segir Tómas. Hann býst samt við því að salan eigi eftir að glæðast enda bíða margir með að kaupa miða þar til tilkynnt hefur verið hvaða hljómsveitir spila á hátíðinni. Sú tilkynning hefur dregist óvenju mikið á langinn því fyrir hátíðina í fyrra var sagt frá því í desember að Radiohead myndi stíga á svið. - fb Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Danska rokkveislan í Hróarskeldu hefur haft mikið aðdráttarafl hjá íslenskum rokkhundum á ári hverju. Kreppan hefur nú stimplað sig þar inn. Miðasala á Hróarskelduhátíðina í Danmörku hefur gengið afar hægt hér á landi síðan hún hófst í byrjun desember. Að sögn Tómasar Young, tengiliðs hátíðarinnar, eru tvær ástæður fyrir því. Annars vegar efnahagskreppan og hins vegar að enn á eftir að tilkynna hvaða hljómsveitir spila á hátíðinni. „Það er búið að selja eitthvað af miðum. Ég hef ekki fengið töluna en hún fer mjög hægt af stað,“ segir Tómas um söluna. Hann segir þetta mikla breytingu frá því sem verið hefur. „Það er ekki gott hljóðið í flestum en svo eru líka einhverjir sem segja skítt með kreppuna og ætla samt að fara. Ég held að það séu þessir allra hörðustu aðdáendur Hróarskeldu.“ Fjöldi Íslendinga á Hróarskeldu sem keypti miða hérlendis tvöfaldaðist á árunum 2004 til 2007 og fór úr rúmum 760 manns í rúm 1.600. Á síðasta ári kvað aftur á móti við nýjan tón því þá hrapaði fjöldinn niður í 860 manns. Nú má búast við að Íslendingunum fækki enn frekar. Miðaverð á Hróarskeldu er nú komið í 46.500 krónur sem er mikil breyting frá því í fyrra þegar það var á bilinu 24 til 30 þúsund krónur. Hefur miðinn jafnframt hækkað um 3.700 krónur síðan í byrjun desember, allt út af lækkandi gengi krónunnar. „Það liggur við að maður sé hættur að fylgjast með þessu,“ segir Tómas. Hann býst samt við því að salan eigi eftir að glæðast enda bíða margir með að kaupa miða þar til tilkynnt hefur verið hvaða hljómsveitir spila á hátíðinni. Sú tilkynning hefur dregist óvenju mikið á langinn því fyrir hátíðina í fyrra var sagt frá því í desember að Radiohead myndi stíga á svið. - fb
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira