Umboðsmaður gagnrýnir sýknudóm yfir rassskelli 27. janúar 2009 14:43 Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu, bréf þar sem gagnrýndur er dómur Hæstaréttar sem nýlega var kveðinn upp og farið fram á að lögum verði breytt. Í málinu var karlmaður. ákærður fyrir brot gegn ákvæðum hegningarlaga og barnaverndarlaga fyrir að hafa m.a. rassskellt tvö börn sem voru þá 6 ára og 4 ára. Maðurinn var sýknaður af ákærunni. Í dómnum segir að ekki sé lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð, heldur sé refsinæmi slíkrar háttsemi háð því að gerðir hans séu til þess fallnar að skaða barnið andlega eða líkamlega. Ekki hafi verið færðar sönnur fyrir að háttsemi ákærða hafi farið út fyrir þau mörk, sem þetta ákvæði feli í sér. Jafnframt kemur fram að ákvæði almennra hegningarlaga eigi ekki við þegar foreldrar samþykki ofbeldi gegn börnum sínum.Ísland skuldbundið til að virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Umboðsmaður barna segir að þótt barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið lögfestur hér á landi sé Ísland skuldbundið að þjóðarétti að virða ákvæði hans. Í 19. grein sáttmálans sé börnum tryggð vernd gegn hvers konar ofbeldi, hvort sem það sé í umsjá foreldra eða annarra. Til þess að uppfylla þjóðréttarlegar skuldbindingar samkvæmt 19. grein barnasáttmálans telji umboðsmaður barna nauðsynlegt að breyta ofangreindu ákvæðum barnaverndarlaga, sem og ákvæðum barnalaga þannig að það komi berum orðum fram í lögum að barn eigi rétt á vernd gegn hvers konar ofbeldi frá foreldrum sínum. Umboðsmaður barna gagnrýnir þá lagatúlkun sem kemur fram í dóminum, að 217. grein hegningalaga, sem felur í sér að líkamsárás geti verið refsiverð, eigi ekki við um flengingar barna, ef foreldrar samþykki þær. Þótt samþykki þolanda geti leyst menn undan refsiábyrgð samkvæmt 217. grein hegningalaga verði ekki fallist á það að foreldrar geti veitt slíkt samþykki fyrir hönd barna sinna, enda séu börn fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi. Jafnframt fái það ekki staðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar að foreldrar geti samþykkt að börn þeirra verði beitt ofbeldi, enda ber þeim skylda til þess að vernda þau gegn slíku.Ofbeldi gagnvart börnum ólíðandi Umboðsmaður segir að hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum sé ólíðandi, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt. Það getur að mati umboðsmanns barna ekki staðist að börnum sé veitt minni vernd gegn ofbeldi en fullorðnum. Umboðsmaður barna fer því fram á að lögum verði breytt og börnum tryggð sú vernd sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Tengdar fréttir Rassskellir sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. 22. janúar 2009 16:48 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu, bréf þar sem gagnrýndur er dómur Hæstaréttar sem nýlega var kveðinn upp og farið fram á að lögum verði breytt. Í málinu var karlmaður. ákærður fyrir brot gegn ákvæðum hegningarlaga og barnaverndarlaga fyrir að hafa m.a. rassskellt tvö börn sem voru þá 6 ára og 4 ára. Maðurinn var sýknaður af ákærunni. Í dómnum segir að ekki sé lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð, heldur sé refsinæmi slíkrar háttsemi háð því að gerðir hans séu til þess fallnar að skaða barnið andlega eða líkamlega. Ekki hafi verið færðar sönnur fyrir að háttsemi ákærða hafi farið út fyrir þau mörk, sem þetta ákvæði feli í sér. Jafnframt kemur fram að ákvæði almennra hegningarlaga eigi ekki við þegar foreldrar samþykki ofbeldi gegn börnum sínum.Ísland skuldbundið til að virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Umboðsmaður barna segir að þótt barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið lögfestur hér á landi sé Ísland skuldbundið að þjóðarétti að virða ákvæði hans. Í 19. grein sáttmálans sé börnum tryggð vernd gegn hvers konar ofbeldi, hvort sem það sé í umsjá foreldra eða annarra. Til þess að uppfylla þjóðréttarlegar skuldbindingar samkvæmt 19. grein barnasáttmálans telji umboðsmaður barna nauðsynlegt að breyta ofangreindu ákvæðum barnaverndarlaga, sem og ákvæðum barnalaga þannig að það komi berum orðum fram í lögum að barn eigi rétt á vernd gegn hvers konar ofbeldi frá foreldrum sínum. Umboðsmaður barna gagnrýnir þá lagatúlkun sem kemur fram í dóminum, að 217. grein hegningalaga, sem felur í sér að líkamsárás geti verið refsiverð, eigi ekki við um flengingar barna, ef foreldrar samþykki þær. Þótt samþykki þolanda geti leyst menn undan refsiábyrgð samkvæmt 217. grein hegningalaga verði ekki fallist á það að foreldrar geti veitt slíkt samþykki fyrir hönd barna sinna, enda séu börn fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi. Jafnframt fái það ekki staðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar að foreldrar geti samþykkt að börn þeirra verði beitt ofbeldi, enda ber þeim skylda til þess að vernda þau gegn slíku.Ofbeldi gagnvart börnum ólíðandi Umboðsmaður segir að hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum sé ólíðandi, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt. Það getur að mati umboðsmanns barna ekki staðist að börnum sé veitt minni vernd gegn ofbeldi en fullorðnum. Umboðsmaður barna fer því fram á að lögum verði breytt og börnum tryggð sú vernd sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum.
Tengdar fréttir Rassskellir sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. 22. janúar 2009 16:48 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Rassskellir sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. 22. janúar 2009 16:48