Erlent

Raðmorðingi gengur laus: Ofsahræðsla grípur um sig

Hálfgerð ofsahræðsla hrellir íbúa sveita Suður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að lögreglan þar á slóðum gáfu út yfirlýsingu í gær að raðmorðingi færi um sveitina.

Þar búa 54 þúsund manns.

Maðurinn hefur þegar myrt fimm manns. Ekki er ljóst hvernig fórnalömbin tengjast en vitað er að hann skýtur fórnalömb sín til bana. Lögreglan vill ekki gefa upp frekari upplýsingar um aðferðir mannsins og hvernig hann velur fórnalömbin sín.

Morðinginn hefur bæði látið til skara skríða í verslunum þar sem hann myrti manneskju og svo tók hann mæðgin af lífi á heimili þeirra í Suður-Karólínu.

Allir tiltækir lögreglumenn í sveitinni hafa verið kallaðir út til þess að góma morðingjann. Þá hafa íbúar aflýst öllum skemmtunum sem til stóðu vegna frelsisfagnaðar Bandaríkjanna sem var í gær.

Íbúi á Cherokee svæði í Suður-Karólínu, Hazel Smith, sagði í viðtali við AP fréttastofuna að hann ætlaði að biðja til guðs um að morðinginn yrði stöðvaður áður en hann myrti fleiri manneskjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×