Innlent

Ekki fleiri frjókorn síðan 1991

Frjókornafjöldi í Reykjavík var vel yfir meðallagi í júlímánuði, samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands. Aðeins einu sinni áður hafa frjókorn mælst fleiri, en það var sumarið 1991. Ekki er vitað hvort frjómagnið hefur náð hámarki eða ekki.

Annað var uppi á teningnum á Akureyri í síðasta mánuði. Frjókornafjöldi þar var langt undir meðallagi í júlímánuði og hafa grasfrjó ekki mælst eins fá síðan mælingar hófust árið 1998. Það sem af er sumri hafa frjókornin aðeins verið fimmtungur á við meðalár. Búist er við því að miklu hámarki verði náð nú í ágúst. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×