Innlent

Svefn og þreyta kosta mörg mannslíf

Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa.
Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa.
25 banaslys í umferðinni á árunum 1998 til 2008 má rekja til þreytu og að ökumenn hafi sofnað undir stýri. Banaslys af völdum svefns eða þreytu er fjórða algengasta orsök banaslysa. Hinar ástæðurnar eru of hraður akstur, að bílbelti séu ekki notuð og ölvunarakstur.

„Fjórar fyrstu orsakirnar breytast lítið milli ára og því mikil áhersla á þær í forvarnastarfi," segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa.

„Varðandi þreytuslysin bendum við fólki sérstaklega á að skipuleggja ferðir vel, gera ráð fyrir hvíld og taka mið af vinnu og ástandi sínu fyrir langar ferðir. Ef þreyta sækir að þá verður fólk að stoppa og hvíla sig," segir Ágúst.

Þá segir Ágúst að rannsóknarnefndin hafi lagt aukna áherslu á umræðu um veikindi og lyfjatöku. Nefndin vill að læknar brýni fyrir sjúklingum að draga úr akstri eða hætta akstri þegar þannig er ástatt og að fólk sé á varðbergi gagnvart þeim lyfjum sem það tekur.

Varðandi ástand ökutækja bendir rannsóknarnefndin sérstaklega á loftþrýsting og slit hjólbarða sem sé stórt öryggisatriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×