Enski boltinn

Rafa hefur áhyggjur af Torres

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur áhyggjur af fyrirhugaðri þátttöku framherjans Fernando Torres í vináttulandsleik Spánverja og Englendinga í næstu viku.

Benitez segir að mikil áhætta sé fólgin í því að láta leikmanninn spila þar sem hann sé búinn að vera í vandræðum með meiðsli á læri í allan vetur.

"Það sjá allir að Torres er ekki kominn í fullt leikform enn eftir meiðslin. Það þýðir samt ekkert fyrir mig að velta mér upp úr því að hann sé að fara að spila með spænska landsliðinu, því hann verður valinn í það sama hvað ég segi," sagði Benitez.

Hann segir að ráðamenn í spænska landsliðinu geri sér fulla grein fyrir því að spænsku leikmennirnir hjá Liverpool séu undir miklu álagi um þessar mundir, en eðlilegt sé að landsliðsþjálfarinn Vicente del Bosque vilji halda hópnum sínum saman í ljósi velgengni liðsins undanfarin misseri.

Fernando Torres skoraði tvö mörk í sætum sigri Liverpool á Chelsea um daginn en virkaði þreyttur í leiknum gegn Everton í bikarnum, enda ekki kominn í sitt besta leikform.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×