Listrænn Kári fagnar sextugu með ljósmyndasýningu 4. apríl 2009 09:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælisveislu með hnallþórum, afmælissöngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flestum hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undantekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöruborðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld," skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gangandi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér," segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venjulega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu," segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá heldur af því sem fer framhjá fólki." Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepnunni," eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælisveislu með hnallþórum, afmælissöngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flestum hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undantekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöruborðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld," skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gangandi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér," segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venjulega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu," segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá heldur af því sem fer framhjá fólki." Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepnunni," eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira