Innlent

Sextíu og sex ára vél aftur í farþegaflug

Óli Tynes skrifar
Gamli Gljáfaxi/Páll Sveinsson
Gamli Gljáfaxi/Páll Sveinsson

Þristavinafélagið ætlar að breyta áburðardreifivélinni Páli Sveinssyni aftur í farþegaflugvél.

Vélin kom til landsins árið 1943 og flaug áratugum saman í innanlandsflugi Flugfélags Íslands undir nafninu Gljáfaxi.

Þaðan fór hún til Landgræðslunnar sem notaði hana til þess að dreifa áburði. Og þaðan fór hún til Þristavinafélagsins sem hefur gert hana út með góðra manna aðstoð.

Það er ekki ætlunin að hefja áætlunarflug á nýjan leik með gamla þristinum heldur fljúga skemmtiflug með ferðamenn innlenda og erlenda. Til þess er hún ákjósanleg því gluggarnir eru stórir og vélin flýgur hægt.

Fjórir rafiðnaðarfræðingar sem útskrifuðust frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 þurftu að velja sér verkefni í Nýsköpun og stofnun fyrirtækja.

Þeir ákváðu að hugsa útfyrir kassann og komu upp með nákvæma framkvæmda og rekstraráætlun fyrir vélina næstu fimm árin.

Það kostar um þrjátíu milljónir króna að gera þristinn hæfan til farþegaflug. Það fé á einkum að sækja til styrktaraðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×