Innlent

Stútur í árekstri í Mosfellsbæ

Árekstur varð í Mosfellsbæ í gærkvöldi þegar tveir bílar skullu saman. Lögregla kom á vettvang og þá kom í ljós að ökumaður annarar birfreiðarinnar reyndist vera ölvaður. Hann var handtekinn og gisti fangageymslur í nótt. Ökumaður og farþegi í hinum bílnum voru fluttir á slysadeild til skoðunnar en að sögn lögreglu er ekki um alvarleg meiðsl að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×