Rauði kross Íslands fordæmir árásir Ísraela 16. janúar 2009 15:56 MYND/AP Rauði kross Íslands fordæmir árásir á sjúkrahús og vöruhús Rauða hálfmánans í Gaza í gær sem og ítrekuðum árásum á óbreytta borgara og segir þær stríða gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öllum siðrænum gildum í mannlegu samfélagi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rauða krossi Íslands. „Byggingar Rauða hálfmánans skemmdust illa í árásunum. Þetta gerir starfmönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans enn erfiðara fyrir að halda úti lífsnauðsynlegu hjálparstarfi," segir Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands. Þá segir að þúsundir manna sem þurfa nauðsynlega á læknisaðstoð að halda fái enga hjálp því öll sjúkrahús eru yfirfull og hjálparstarfsmenn hafa lítinn aðgang að svæðum þar sem fjöldi sjúkra og særða hafast við. Sjúkrahúsið varð illa úti „Flytja þurfti um 500 sjúklinga Al Quds sjúkrahússins, sem rekið er af palestínska Rauða hálfmánanum, á jarðhæð þar sem þeir hafast nú við fullir örvæntingar og hræðslu. Efri hæðir sjúkrahússins urðu illa úti í árásinni, og eldur kviknaði í annarri hæð byggingarinnar," segir einnig í yfirlýsingunni. „Hjálparstarfsmenn Rauða hálfmánans og Rauða krossins vinna hér þrekvirki á hverjum degi við lífshættulegar aðstæður," segir Pálína Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins, sem er nú stödd í Gaza. Pálína vinnur að því að samhæfa neyðaraðgerðir Alþjóða Rauða krossins á sjúkrahúsum í Gaza og á Vesturbakkanum. Skelfilegar afleiðingar Rauði krossinn lýsti því yfir í gær að árásir Ísraelshers hafi skelfilegar afleiðingar fyrir almenning í Gaza. Matvæli og lyfjabirgðir hafi orðið eldi að bráð í vöruhúsum Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðanna, og óbreyttir borgarar sem flýji heimili sín matarlausir og örvinglaðir eigi ekki í nein hús að venda. „Ástandið í Palestínu var skelfilegt fyrir. Maður getur hreinlega ekki ímyndað sér hvernig fólk fer að við þessar aðstæður þar sem skólar, sjúkrahús og byggingar Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðanna verða fyrir árásum," segir Anna, en hún og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauð kross Íslands ferðuðust um Palestínu síðastliðið sumar til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða hálfmánans og Rauða kross Íslands og Danmerkur í sálrænum stuðningi á átakasvæðunum. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Rauði kross Íslands fordæmir árásir á sjúkrahús og vöruhús Rauða hálfmánans í Gaza í gær sem og ítrekuðum árásum á óbreytta borgara og segir þær stríða gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öllum siðrænum gildum í mannlegu samfélagi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rauða krossi Íslands. „Byggingar Rauða hálfmánans skemmdust illa í árásunum. Þetta gerir starfmönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans enn erfiðara fyrir að halda úti lífsnauðsynlegu hjálparstarfi," segir Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands. Þá segir að þúsundir manna sem þurfa nauðsynlega á læknisaðstoð að halda fái enga hjálp því öll sjúkrahús eru yfirfull og hjálparstarfsmenn hafa lítinn aðgang að svæðum þar sem fjöldi sjúkra og særða hafast við. Sjúkrahúsið varð illa úti „Flytja þurfti um 500 sjúklinga Al Quds sjúkrahússins, sem rekið er af palestínska Rauða hálfmánanum, á jarðhæð þar sem þeir hafast nú við fullir örvæntingar og hræðslu. Efri hæðir sjúkrahússins urðu illa úti í árásinni, og eldur kviknaði í annarri hæð byggingarinnar," segir einnig í yfirlýsingunni. „Hjálparstarfsmenn Rauða hálfmánans og Rauða krossins vinna hér þrekvirki á hverjum degi við lífshættulegar aðstæður," segir Pálína Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins, sem er nú stödd í Gaza. Pálína vinnur að því að samhæfa neyðaraðgerðir Alþjóða Rauða krossins á sjúkrahúsum í Gaza og á Vesturbakkanum. Skelfilegar afleiðingar Rauði krossinn lýsti því yfir í gær að árásir Ísraelshers hafi skelfilegar afleiðingar fyrir almenning í Gaza. Matvæli og lyfjabirgðir hafi orðið eldi að bráð í vöruhúsum Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðanna, og óbreyttir borgarar sem flýji heimili sín matarlausir og örvinglaðir eigi ekki í nein hús að venda. „Ástandið í Palestínu var skelfilegt fyrir. Maður getur hreinlega ekki ímyndað sér hvernig fólk fer að við þessar aðstæður þar sem skólar, sjúkrahús og byggingar Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðanna verða fyrir árásum," segir Anna, en hún og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauð kross Íslands ferðuðust um Palestínu síðastliðið sumar til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða hálfmánans og Rauða kross Íslands og Danmerkur í sálrænum stuðningi á átakasvæðunum.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira