Erlent

Skotinn 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Höfuð mannsins á röntgenmynd. Það reyndist innihalda 34 8,5 cm langa nagla.
Höfuð mannsins á röntgenmynd. Það reyndist innihalda 34 8,5 cm langa nagla. MYND/Lögreglan í Sydney

Lögreglan í Sydney í Ástralíu birti á föstudaginn röntgenmynd af höfði kínversks innflytjanda sem skotinn var 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu í fyrrahaust. Tvö börn fundu lík mannsins vafið inn í teppi en hann hafði verið búsettur í Ástralíu síðan árið 2000. Yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í Sydney sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt á 36 ára ferli í lögreglunni. Myndin sýnir glöggt 34 tæplega níu sentimetra langa nagla í höfði líksins. Morðinginn er ófundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×