Lífið

Leikstjórar framtíðarinnar

Ásgrímur Sverrisson Segir Stuttmyndadaga vera grasrótarhátíð fyrir unga kvikmyndagerðarmenn.
Ásgrímur Sverrisson Segir Stuttmyndadaga vera grasrótarhátíð fyrir unga kvikmyndagerðarmenn.

Kvikmyndahátíðin Stuttmyndadagar í Reykjavík fer fram í Kringlubíói í dag. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan 17.30 í Kringlubíói og er aðgangur ókeypis.

Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en alls verða nítján stuttmyndir sýndar á hátíðinni. Ásgrímur Sverrisson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir að óvenjumikið magn af myndum hafi verið sent inn í ár. „Það voru tæpar níutíu myndir sem við höfðum úr að velja og allar nema ein eftir íslenska leikstjóra."

Sigurverðlaunin fyrir bestu stuttmyndina eru glæsileg því auk peningagjafar fær sigurvegarinn styrk til að fara með mynd sína á kvikmyndahátíðina í Cannes og keppa þar í flokki stuttmynda.- sm








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.