Lífið

Oft nefnd kartöflukonan

Sigríður Valdís Bergvinsdóttir heldur mikið upp á kartöflur og er hér með tvo kartöflurétti. Innbakaðar kartöflur og kartöflulummur í eftirrétt.Fréttablaðið/Heiða.is
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir heldur mikið upp á kartöflur og er hér með tvo kartöflurétti. Innbakaðar kartöflur og kartöflulummur í eftirrétt.Fréttablaðið/Heiða.is

„Ég hef nú oft verið nefnd kartöflukonan á Íslandi,“ segir Sigríður Valdís Bergvinsdóttir glaðlega en hún er dóttir kartöflubónda og því alin upp við kartöflurækt.

Hún segist alltaf hafa verið hrifin af kartöflum og noti þær mikið í matseld. „Það lá því beint við að fá mig til að sjá um að hefja kartöfluna á hærra plan á alþjóðlegu ári kartöflunnar árið 2008,“ segir Sigríður sem var tilnefnd til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að stýra átakinu af miklum metnaði og fyrir að sýna mikinn frumleika í kynningarstarfi sínu.

Sigríður gefur hér lesendum tvær uppskriftir, annars vegar að innbökuðum kartöflum og hins vegar að kartöflulummum.

„Ég ólst upp við að fá alltaf eftirrétt í sveitinni, það tíðkast nú ekki hjá manni í dag, en er þó skemmtilegt til tilbreytingar,“ segir Sigríður en lummurnar eru að hennar sögn gömlu góðu ömmulummurnar en bara búið að bæta kartöflum út í þær. solveig@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.