Lífið

Mamma er að missa sig

Soffía Anna Helga Herbertsdóttir samgleðst systur sinni þó hún hafi sjálf ekki komist áfram í Idolkeppninni í ár.
Soffía Anna Helga Herbertsdóttir samgleðst systur sinni þó hún hafi sjálf ekki komist áfram í Idolkeppninni í ár.

„Nei ég er ekki svekkt. Ég er ánægð og mjög sátt að ég hafi ekki komist áfram en auðvitað hefði það verið geggjað ef ég hefði komist áfram en „onestlí" er ég ánægð að Hrafna systir komst áfram. Mjög stolt og ægilega montin," segir Soffía Anna Helga Herbertsdóttir, 18 ára, systir Hröfnu Hönnu Elísu sem komst áfram í Idol Stjörnuleit síðasta föstudag.

Hvernig er stemningin á Djúpavogi fyrir velgengni Hröfnu Hönnu?

„Hún er frábær. Það var haldið Idolpartý síðasta föstudag á hótelinu á Djúpavogi og allir sem búa þar mættu þangað. Annars er ég á Neskaupstað. Ég bý þar hjá kærastanum mínum," svarar Soffía Anna.

Er fjölskyldan ykkar spennt? „Já mamma er að missa sig. Hún er svo montin og allir sem maður hittir eru spenntir," segir Soffía Anna og bætir við: „Næstu helgi förum við örugglega öll í bæinn og hvetjum Hröfnu Hönnu Elísu."

Hvað ertu lengi að keyra frá Djúpavogi til Reykjavíkur? „Ef þú keyrir á löglegum hraða þá ertu 7-8 tíma á leiðinni," svarar Soffía Anna.

Svakaleg útlitsbreyting hefur orðið á Hröfnu Hönnu, sem er systir Soffíu Önnu.

En þú sjálf þegar söngur er annars vegar? „Ég er að fara að taka þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna í apríl. Ég er í Verkmenntaskóla Austulands á Norðfirði á almennri braut."

Ertu byrjuð að æfa þig fyrir keppnina? „Nei ég er ekki byrjuð að æfa. Ég mæti á Akureyri þar sem keppnin er haldin. Þar tek ég 2 -3 æfingar. Ég ætla að syngja lagið Halelúja með frumsömdum texta Hröfnu Hönnu Elísu systur."

Fimm strákar komast áfram í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.