Feitum hefur fjölgað mikið 29. september 2009 06:00 Stefán Hrafn Jónsson Hreyfing og næring skiptir meginmáli fyrir heilsufar fólks. Fréttablaðið/Pjetur Of feitum Íslendingum hefur fjölgað hratt undanfarin sautján ár. Þeir voru um tíu prósent þjóðarinnar árið 1990 en eru um tuttugu prósent í dag. Til að sporna við þessari þróun eru forvarnir besta ráðið og þá er einkar mikilvægt að beina sjónum sínum að börnum og unglingum, segir Stefán Hrafn Jónsson, einn höfunda skýrslunnar Líkamsþyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990 til 2007, sem kynnt var í gær. Stefán sagði í framsögu sinni erfitt að benda á nákvæmlega hvað skýrði þessa þróun, en ýmsar vísbendingar bentu til þess að fólk borðaði óhollari mat en áður og hreyfði sig minna. Einnig væru matartímar orðnir óreglulegri en áður og mörk matartíma og narts væru óljós. Áfengisneysla hefði aukist og henni fylgdi hömluleysi sem gæti skilað sér í meira áti. Þó að fleiri stunduðu kannski líkamsrækt væru um það ýmsar vísbendingar að fólk hreyfði sig almennt minna, færi allra sinna ferða akandi og hreyfði sig lítið sem ekkert í vinnunni. Stefán sagði mikilvægt að benda á mikilvægi hreyfingar og næringar í umræðu um líkamsþyngd fólks. Líkamsþyngd segði í sjálfu sér ekki mikið um heilsufar. Hins vegar væri ljóst að Íslendingar, eins og grannþjóðirnar, væru að þyngjast og það væri alvarlegt mál enda fylgdu offitu margvíslegir sjúkdómar. Í skýrslunni kemur fram að fólk sem er talsvert yfir kjörþyngd er í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma, sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting og fleira. Stefán sagði að efla þyrfti forvarnir á meðal barna og unglinga. Mikilvægt væri að skólar og heilsugæsla tækju þátt í því verki. Bent er á í skýrslunni að líkur eru talsverðar á því að of feit börn glími við offitu á fullorðinsárum. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði á fundinum forvarnir vera eitt mikilvægasta úrræðið til að bregðast við aukinni offitu á meðal Íslendinga, því yrðu forvarnir rauði þráðurinn á Heilbrigðisþingi sem haldið verður á næsta ári. Með skýrslunni lægi ljóst fyrir hver staðan væri og það væri ákveðin forvörn að vekja athygli á því. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Of feitum Íslendingum hefur fjölgað hratt undanfarin sautján ár. Þeir voru um tíu prósent þjóðarinnar árið 1990 en eru um tuttugu prósent í dag. Til að sporna við þessari þróun eru forvarnir besta ráðið og þá er einkar mikilvægt að beina sjónum sínum að börnum og unglingum, segir Stefán Hrafn Jónsson, einn höfunda skýrslunnar Líkamsþyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990 til 2007, sem kynnt var í gær. Stefán sagði í framsögu sinni erfitt að benda á nákvæmlega hvað skýrði þessa þróun, en ýmsar vísbendingar bentu til þess að fólk borðaði óhollari mat en áður og hreyfði sig minna. Einnig væru matartímar orðnir óreglulegri en áður og mörk matartíma og narts væru óljós. Áfengisneysla hefði aukist og henni fylgdi hömluleysi sem gæti skilað sér í meira áti. Þó að fleiri stunduðu kannski líkamsrækt væru um það ýmsar vísbendingar að fólk hreyfði sig almennt minna, færi allra sinna ferða akandi og hreyfði sig lítið sem ekkert í vinnunni. Stefán sagði mikilvægt að benda á mikilvægi hreyfingar og næringar í umræðu um líkamsþyngd fólks. Líkamsþyngd segði í sjálfu sér ekki mikið um heilsufar. Hins vegar væri ljóst að Íslendingar, eins og grannþjóðirnar, væru að þyngjast og það væri alvarlegt mál enda fylgdu offitu margvíslegir sjúkdómar. Í skýrslunni kemur fram að fólk sem er talsvert yfir kjörþyngd er í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma, sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting og fleira. Stefán sagði að efla þyrfti forvarnir á meðal barna og unglinga. Mikilvægt væri að skólar og heilsugæsla tækju þátt í því verki. Bent er á í skýrslunni að líkur eru talsverðar á því að of feit börn glími við offitu á fullorðinsárum. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði á fundinum forvarnir vera eitt mikilvægasta úrræðið til að bregðast við aukinni offitu á meðal Íslendinga, því yrðu forvarnir rauði þráðurinn á Heilbrigðisþingi sem haldið verður á næsta ári. Með skýrslunni lægi ljóst fyrir hver staðan væri og það væri ákveðin forvörn að vekja athygli á því. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira