Jón Gnarr fékk draumahundinn 4. apríl 2009 15:00 Jón Gnarr er ánægður með hundinn sinn Tobba sem hann fékk fyrir einum mánuði, en hann er hreinræktaður border terrier. „Ég hef bara verið með svona draslhunda sem enginn annar vildi, bæði blendinga og hreinræktaða, en það voru vandræðahundar sem stöldruðu stutt við hjá mér. Það var draumurinn að fá góðan hund svo ég lét bara verða af því,“ segir Jón Gnarr, sem fékk hundinn Tobba fyrir mánuði síðan. „Þetta er border terrier, eins hundur og er í myndinni There‘s Something about Mary og var frægur þar í gipsi. Þetta er frábær hundategund, bæði skemmtilegt að þjálfa þá og þeir eru góðir á heimili. Við vorum búin að panta hvolp úr fyrsta goti ræktandans af þessari tegund, en það verða oft erfiðleikar í fyrsta goti svo það köfnuðu allir hvolparnir í fæðingu nema Tobbi,“ útskýrir Jón. Hann segir Tobba gott eintak af hreinræktuðum hundi og aðspurður segist hann ætla með hann á þjálfunarnámskeið. „Ég er örlítið byrjaður að þjálfa hann, en ég ætla að fara með hann á öll námskeið sem eru í boði.“ Fram undan eru annasamir tímar hjá Jóni, því í byrjun maí hefjast tökur á Fangavaktinni sem hann er nú í óða önn að æfa fyrir. Auk þess undirbýr hann kvikmyndina Bjarnfreðarson sem verður tekin upp seinna í sumar. „Þetta er svona vertíð, eins og að vera í verbúð þar sem maður vinnur tólf til fimmtán tíma á dag. En ég ætla að reyna að taka Tobba eins mikið með mér og mögulegt er, hann er mjög þægilegur og skemmtilegur,“ útskýrir Jón sem hefur verið að safna skeggi fyrir tökurnar á Fangavaktinni. „Ég er búinn að vera að safna skeggi síðan í febrúar og finnst það leiðinlegt. Mér finnst ég líka ljótur með skegg, eins og ég er ofboðslega fallegur,“ segir hann og brosir. - ag Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira
„Ég hef bara verið með svona draslhunda sem enginn annar vildi, bæði blendinga og hreinræktaða, en það voru vandræðahundar sem stöldruðu stutt við hjá mér. Það var draumurinn að fá góðan hund svo ég lét bara verða af því,“ segir Jón Gnarr, sem fékk hundinn Tobba fyrir mánuði síðan. „Þetta er border terrier, eins hundur og er í myndinni There‘s Something about Mary og var frægur þar í gipsi. Þetta er frábær hundategund, bæði skemmtilegt að þjálfa þá og þeir eru góðir á heimili. Við vorum búin að panta hvolp úr fyrsta goti ræktandans af þessari tegund, en það verða oft erfiðleikar í fyrsta goti svo það köfnuðu allir hvolparnir í fæðingu nema Tobbi,“ útskýrir Jón. Hann segir Tobba gott eintak af hreinræktuðum hundi og aðspurður segist hann ætla með hann á þjálfunarnámskeið. „Ég er örlítið byrjaður að þjálfa hann, en ég ætla að fara með hann á öll námskeið sem eru í boði.“ Fram undan eru annasamir tímar hjá Jóni, því í byrjun maí hefjast tökur á Fangavaktinni sem hann er nú í óða önn að æfa fyrir. Auk þess undirbýr hann kvikmyndina Bjarnfreðarson sem verður tekin upp seinna í sumar. „Þetta er svona vertíð, eins og að vera í verbúð þar sem maður vinnur tólf til fimmtán tíma á dag. En ég ætla að reyna að taka Tobba eins mikið með mér og mögulegt er, hann er mjög þægilegur og skemmtilegur,“ útskýrir Jón sem hefur verið að safna skeggi fyrir tökurnar á Fangavaktinni. „Ég er búinn að vera að safna skeggi síðan í febrúar og finnst það leiðinlegt. Mér finnst ég líka ljótur með skegg, eins og ég er ofboðslega fallegur,“ segir hann og brosir. - ag
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira