Lífseigari en allir áttu von á 4. nóvember 2009 05:00 Eins og að hjóla Todmobile 2009 – heldur upp á 20 ára afmælið.Fréttablaðið/Vilhelm Afmælistónleikar Todmobile eru í Óperunni í kvöld. Eyþór Arnalds segist engu hafa gleymt þótt hann hafi einbeitt sér að öðru en tónlist að undanförnu. „Þetta er eins og að hjóla, gleymist ekkert þótt maður geri eitthvað annað á milli. Þetta er allt í fingrunum á manni. Verst að siggið er alveg farið af puttunum. Þetta er þó allt að koma,“ segir Eyþór Arnalds, sellóleikari og söngvari Todmobile. Hann hefur staðið í ströngu með félögum sínum við að æfa fyrir tónleika í Íslensku óperunni í kvöld. Það er verið að halda upp á að nú eru liðin tuttugu ár síðan fyrsta plata Todmobile kom út. „Við héldum einmitt útgáfutónleika í Óperunni þá líka. Það þótti mörgum bratt því þetta voru fyrstu tónleikarnir okkar,“ segir Eyþór. „Bandið er lífseigara en allir áttu von á. Þetta átti bara að vera hliðarverkefni með tónsmíðadeildinni sem við Þorvaldur vorum í. En ég veit svo sem ekki hvort það verður haldið upp á fimmtíu ára afmælið.“ Hljómsveitin hefur aldrei hætt, en spilað mismikið; síðast á afmælistónleikum Kaupþings á Laugardalsvelli haustið 2007. „Það gigg var tímanna tákn og það hefur margt breyst síðan þá. Ég vona að tónlist Todmobile sé kreppuvæn,“ segir Eyþór. Mikill safnpakki kemur út með bandinu í dag. Pakkinn heitir Spiladósin og inniheldur tvo tóndiska og einn mynddisk. Tvö ný lög má finna í pakkanum, annað þeirra heitir „Ert ekkjað djókí mér“ og er með hrunatexta eftir Andreu Gylfa. Finnst Eyþóri ekkert erfitt að svissa úr sveitarstjórnarmálunum á Selfossi í Todmobile-poppið? „Nei, nei, það hefur aldrei truflað mig að sinna mörgu í einu. Samfélagið er fullt af sérfræðingum og því þykir kannski skrítið að hægt sé að gera fleira en eitt í einu. Afi minn var bóndi, en hann sá líka um rafstöðina og reri til fiskjar. Mér finnst þetta frekar spurning um að gera eitthvað skemmtilegt og að gera uppgötvanir. Það er fátt leiðinlegra en að endurtaka sig. Þess vegna reynum við alltaf að bæta einhverju við í hvert skipti sem við spilum og prófa eitthvað nýtt.“ Og stutta hárið kemur ekki að sök í að ná upp fílingi á sellóinu. „Nú sveiflar maður bara hrosshárinu í boganum í staðinn. Það er svo sem ekki líffræðilega útilokað að ég safni faxi aftur, en ég stórefast um að það gerist. Allt hefur sinn tíma.“ Langt er síðan uppselt varð á tónleikana í Íslensku óperunni í kvöld og verða aukatónleikar haldnir miðvikudaginn 18. nóvember á sama stað. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira
Afmælistónleikar Todmobile eru í Óperunni í kvöld. Eyþór Arnalds segist engu hafa gleymt þótt hann hafi einbeitt sér að öðru en tónlist að undanförnu. „Þetta er eins og að hjóla, gleymist ekkert þótt maður geri eitthvað annað á milli. Þetta er allt í fingrunum á manni. Verst að siggið er alveg farið af puttunum. Þetta er þó allt að koma,“ segir Eyþór Arnalds, sellóleikari og söngvari Todmobile. Hann hefur staðið í ströngu með félögum sínum við að æfa fyrir tónleika í Íslensku óperunni í kvöld. Það er verið að halda upp á að nú eru liðin tuttugu ár síðan fyrsta plata Todmobile kom út. „Við héldum einmitt útgáfutónleika í Óperunni þá líka. Það þótti mörgum bratt því þetta voru fyrstu tónleikarnir okkar,“ segir Eyþór. „Bandið er lífseigara en allir áttu von á. Þetta átti bara að vera hliðarverkefni með tónsmíðadeildinni sem við Þorvaldur vorum í. En ég veit svo sem ekki hvort það verður haldið upp á fimmtíu ára afmælið.“ Hljómsveitin hefur aldrei hætt, en spilað mismikið; síðast á afmælistónleikum Kaupþings á Laugardalsvelli haustið 2007. „Það gigg var tímanna tákn og það hefur margt breyst síðan þá. Ég vona að tónlist Todmobile sé kreppuvæn,“ segir Eyþór. Mikill safnpakki kemur út með bandinu í dag. Pakkinn heitir Spiladósin og inniheldur tvo tóndiska og einn mynddisk. Tvö ný lög má finna í pakkanum, annað þeirra heitir „Ert ekkjað djókí mér“ og er með hrunatexta eftir Andreu Gylfa. Finnst Eyþóri ekkert erfitt að svissa úr sveitarstjórnarmálunum á Selfossi í Todmobile-poppið? „Nei, nei, það hefur aldrei truflað mig að sinna mörgu í einu. Samfélagið er fullt af sérfræðingum og því þykir kannski skrítið að hægt sé að gera fleira en eitt í einu. Afi minn var bóndi, en hann sá líka um rafstöðina og reri til fiskjar. Mér finnst þetta frekar spurning um að gera eitthvað skemmtilegt og að gera uppgötvanir. Það er fátt leiðinlegra en að endurtaka sig. Þess vegna reynum við alltaf að bæta einhverju við í hvert skipti sem við spilum og prófa eitthvað nýtt.“ Og stutta hárið kemur ekki að sök í að ná upp fílingi á sellóinu. „Nú sveiflar maður bara hrosshárinu í boganum í staðinn. Það er svo sem ekki líffræðilega útilokað að ég safni faxi aftur, en ég stórefast um að það gerist. Allt hefur sinn tíma.“ Langt er síðan uppselt varð á tónleikana í Íslensku óperunni í kvöld og verða aukatónleikar haldnir miðvikudaginn 18. nóvember á sama stað. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira