Ráðherrum fækkar 27. janúar 2009 12:00 Líklegt er að ráðherraembætti muni skiptast jafnt á milli Samfylkingar og Vinstri grænna í nýrri ríkisstjórn og að ráðherrum verði fækkað úr tólf í átta. Engar formlegar viðræður á milli oddvita Samfylkingar og Vinstri grænna hafa farið fram og því liggur skipting ráðherraembætta - verði af ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna - ekki enn fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Vinstri græn hins vegar lagt fram hugmyndir um að ráðherrum verði fækkað úr því að vera 12, sem þeir eru nú, í 7 eða 8. Einnig er lagt til að skipting ráðherraembætta verði jöfn milli flokkanna. Í stórum dráttum héldi Samfylkingin þeim ráðuneytum sem hún hefur veitt forstöðu í fráfarandi ríkisstjórn, en einhverjar breytingar yrðu þó gerðar. Skipting ráðuneyta á milli flokka er jafnan ákveðin á síðustu stundu og liggur því ekki fyrir, en samkvæmt heimildum fréttastofu gæti listinn litið einhvern veginn svona út. Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra, en um það mun vera sátt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði áfram formlega utanríkisráðherra, en fara í leyfi og myndi Össur Skarphéðinsson taka að sér verkefni ráðuneytisins í hennar fjarveru. Össur myndi jafnframt verða nokkurs konar atvinnumálaráðherra og undir hann myndu heyra iðnaðar-, viðskipta-, landbúnaðar-, og sjávarútvegsráðuneytin. Þó er nokkuð óljóst með viðskiptaráðuneytið, en hugmyndir eru um að það verði gert öflugra en það er nú. Í embætti dómsmálaráðherra myndi veljast Lúðvík Bergvinsson. Vinstri grænir fengju fjármálaráðuneytið og myndi Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, verða fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson er talinn líklegur til að verða ráðherra í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, Katrín Jakobsdóttir er sögð koma til greina sem menntamálráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir myndi fara í umhverfisráðneytið. Samkvæmt heimildum fréttstofu vilja Vinstri grænir að kosningum verði flýtt eins og hægt er og stinga upp á því að efnt verði til þeirra 4. eða 18. apríl, enda eru liðsmenn flokksins á því að engin ástæða sé til að gefa Sjálfstæðisflokknum of langan tíma til að endurnýja forystu sína. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Líklegt er að ráðherraembætti muni skiptast jafnt á milli Samfylkingar og Vinstri grænna í nýrri ríkisstjórn og að ráðherrum verði fækkað úr tólf í átta. Engar formlegar viðræður á milli oddvita Samfylkingar og Vinstri grænna hafa farið fram og því liggur skipting ráðherraembætta - verði af ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna - ekki enn fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Vinstri græn hins vegar lagt fram hugmyndir um að ráðherrum verði fækkað úr því að vera 12, sem þeir eru nú, í 7 eða 8. Einnig er lagt til að skipting ráðherraembætta verði jöfn milli flokkanna. Í stórum dráttum héldi Samfylkingin þeim ráðuneytum sem hún hefur veitt forstöðu í fráfarandi ríkisstjórn, en einhverjar breytingar yrðu þó gerðar. Skipting ráðuneyta á milli flokka er jafnan ákveðin á síðustu stundu og liggur því ekki fyrir, en samkvæmt heimildum fréttastofu gæti listinn litið einhvern veginn svona út. Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra, en um það mun vera sátt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði áfram formlega utanríkisráðherra, en fara í leyfi og myndi Össur Skarphéðinsson taka að sér verkefni ráðuneytisins í hennar fjarveru. Össur myndi jafnframt verða nokkurs konar atvinnumálaráðherra og undir hann myndu heyra iðnaðar-, viðskipta-, landbúnaðar-, og sjávarútvegsráðuneytin. Þó er nokkuð óljóst með viðskiptaráðuneytið, en hugmyndir eru um að það verði gert öflugra en það er nú. Í embætti dómsmálaráðherra myndi veljast Lúðvík Bergvinsson. Vinstri grænir fengju fjármálaráðuneytið og myndi Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, verða fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson er talinn líklegur til að verða ráðherra í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, Katrín Jakobsdóttir er sögð koma til greina sem menntamálráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir myndi fara í umhverfisráðneytið. Samkvæmt heimildum fréttstofu vilja Vinstri grænir að kosningum verði flýtt eins og hægt er og stinga upp á því að efnt verði til þeirra 4. eða 18. apríl, enda eru liðsmenn flokksins á því að engin ástæða sé til að gefa Sjálfstæðisflokknum of langan tíma til að endurnýja forystu sína.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira