Byrjuð að pakka niður í menntamálaráðuneytinu 27. janúar 2009 19:33 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fráfarandi menntamálaráðherra segist vera byrjuð að pakka niður í ráðuneyti sínu. Þar hafi ekkert farið í tætarann enda sé allt á hreinu. Þetta sagði Þorgerður í Íslandi í dag fyrir stundu. Hún sagði ljóst að enginn málefnanlegur ágreiningur hefði verið á milli ríkisstjórnarflokkanna og samstarfið hefði steytt á kröfu Samfylkingarinnar um stól forsætisráðherra. Málið snúist ekki um sína persónu. Hún óskar Jóhönnu Sigurðardóttur velfarnaðar í komandi starfi. „Ég held að hún muni spjara sig vel og mér þykir vænt um hana Jóhönnu og ber mikla virðingu fyrir henni. Það er gott að vinna með Jóhönnu og ég hef lært mikið af henni. Hún er einstök kona og ég get ekki annað en óskað henni velfarnaðar í því viðamikla starfi sem hún er að fara að takast á við," sagði Þorgerður Katrín. Hún vildi undirstrika að hennar persónu hefði ekki skipt neinu. Geir hefði boðist til þess að stíga til hliðar ef hans persóna og veikindi stæðu í vegi fyrir samstarfinu. „Og það er bara þannig í okkar flokki að þá tekur varaformaðurinn við og það var ég í þessu tilfelli. Það hafði ekkert að gera með að ég yrði fyrsta konan," sagði Þorgerður og bætti því við að það væri síðan eftirá skýring að samband hennar og Ingibjargar væri ekki gott. „Samband okkar hefur verið með ágætum og mér er hlýtt til hennar. Ég vona að henni farnist vel í sínum veikindum því það skiptir miklu máli að hún nái sér." Þorgerður sagðist ennþá vera að íhuga hvort hún muni bjóða sig fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði mikið líf í flokknum og evrópuumræðan hefði kveikt í fólki. „Það er aðeins verið að hrista upp í okkur núna og við verðum að horfa til fortíðar, læra af henni og horfast í augu við það sem við höfum gert." Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fráfarandi menntamálaráðherra segist vera byrjuð að pakka niður í ráðuneyti sínu. Þar hafi ekkert farið í tætarann enda sé allt á hreinu. Þetta sagði Þorgerður í Íslandi í dag fyrir stundu. Hún sagði ljóst að enginn málefnanlegur ágreiningur hefði verið á milli ríkisstjórnarflokkanna og samstarfið hefði steytt á kröfu Samfylkingarinnar um stól forsætisráðherra. Málið snúist ekki um sína persónu. Hún óskar Jóhönnu Sigurðardóttur velfarnaðar í komandi starfi. „Ég held að hún muni spjara sig vel og mér þykir vænt um hana Jóhönnu og ber mikla virðingu fyrir henni. Það er gott að vinna með Jóhönnu og ég hef lært mikið af henni. Hún er einstök kona og ég get ekki annað en óskað henni velfarnaðar í því viðamikla starfi sem hún er að fara að takast á við," sagði Þorgerður Katrín. Hún vildi undirstrika að hennar persónu hefði ekki skipt neinu. Geir hefði boðist til þess að stíga til hliðar ef hans persóna og veikindi stæðu í vegi fyrir samstarfinu. „Og það er bara þannig í okkar flokki að þá tekur varaformaðurinn við og það var ég í þessu tilfelli. Það hafði ekkert að gera með að ég yrði fyrsta konan," sagði Þorgerður og bætti því við að það væri síðan eftirá skýring að samband hennar og Ingibjargar væri ekki gott. „Samband okkar hefur verið með ágætum og mér er hlýtt til hennar. Ég vona að henni farnist vel í sínum veikindum því það skiptir miklu máli að hún nái sér." Þorgerður sagðist ennþá vera að íhuga hvort hún muni bjóða sig fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði mikið líf í flokknum og evrópuumræðan hefði kveikt í fólki. „Það er aðeins verið að hrista upp í okkur núna og við verðum að horfa til fortíðar, læra af henni og horfast í augu við það sem við höfum gert."
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira