Umboðsmaður gagnrýnir sýknudóm yfir rassskelli 27. janúar 2009 14:43 Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu, bréf þar sem gagnrýndur er dómur Hæstaréttar sem nýlega var kveðinn upp og farið fram á að lögum verði breytt. Í málinu var karlmaður. ákærður fyrir brot gegn ákvæðum hegningarlaga og barnaverndarlaga fyrir að hafa m.a. rassskellt tvö börn sem voru þá 6 ára og 4 ára. Maðurinn var sýknaður af ákærunni. Í dómnum segir að ekki sé lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð, heldur sé refsinæmi slíkrar háttsemi háð því að gerðir hans séu til þess fallnar að skaða barnið andlega eða líkamlega. Ekki hafi verið færðar sönnur fyrir að háttsemi ákærða hafi farið út fyrir þau mörk, sem þetta ákvæði feli í sér. Jafnframt kemur fram að ákvæði almennra hegningarlaga eigi ekki við þegar foreldrar samþykki ofbeldi gegn börnum sínum.Ísland skuldbundið til að virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Umboðsmaður barna segir að þótt barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið lögfestur hér á landi sé Ísland skuldbundið að þjóðarétti að virða ákvæði hans. Í 19. grein sáttmálans sé börnum tryggð vernd gegn hvers konar ofbeldi, hvort sem það sé í umsjá foreldra eða annarra. Til þess að uppfylla þjóðréttarlegar skuldbindingar samkvæmt 19. grein barnasáttmálans telji umboðsmaður barna nauðsynlegt að breyta ofangreindu ákvæðum barnaverndarlaga, sem og ákvæðum barnalaga þannig að það komi berum orðum fram í lögum að barn eigi rétt á vernd gegn hvers konar ofbeldi frá foreldrum sínum. Umboðsmaður barna gagnrýnir þá lagatúlkun sem kemur fram í dóminum, að 217. grein hegningalaga, sem felur í sér að líkamsárás geti verið refsiverð, eigi ekki við um flengingar barna, ef foreldrar samþykki þær. Þótt samþykki þolanda geti leyst menn undan refsiábyrgð samkvæmt 217. grein hegningalaga verði ekki fallist á það að foreldrar geti veitt slíkt samþykki fyrir hönd barna sinna, enda séu börn fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi. Jafnframt fái það ekki staðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar að foreldrar geti samþykkt að börn þeirra verði beitt ofbeldi, enda ber þeim skylda til þess að vernda þau gegn slíku.Ofbeldi gagnvart börnum ólíðandi Umboðsmaður segir að hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum sé ólíðandi, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt. Það getur að mati umboðsmanns barna ekki staðist að börnum sé veitt minni vernd gegn ofbeldi en fullorðnum. Umboðsmaður barna fer því fram á að lögum verði breytt og börnum tryggð sú vernd sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Tengdar fréttir Rassskellir sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. 22. janúar 2009 16:48 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu, bréf þar sem gagnrýndur er dómur Hæstaréttar sem nýlega var kveðinn upp og farið fram á að lögum verði breytt. Í málinu var karlmaður. ákærður fyrir brot gegn ákvæðum hegningarlaga og barnaverndarlaga fyrir að hafa m.a. rassskellt tvö börn sem voru þá 6 ára og 4 ára. Maðurinn var sýknaður af ákærunni. Í dómnum segir að ekki sé lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð, heldur sé refsinæmi slíkrar háttsemi háð því að gerðir hans séu til þess fallnar að skaða barnið andlega eða líkamlega. Ekki hafi verið færðar sönnur fyrir að háttsemi ákærða hafi farið út fyrir þau mörk, sem þetta ákvæði feli í sér. Jafnframt kemur fram að ákvæði almennra hegningarlaga eigi ekki við þegar foreldrar samþykki ofbeldi gegn börnum sínum.Ísland skuldbundið til að virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Umboðsmaður barna segir að þótt barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið lögfestur hér á landi sé Ísland skuldbundið að þjóðarétti að virða ákvæði hans. Í 19. grein sáttmálans sé börnum tryggð vernd gegn hvers konar ofbeldi, hvort sem það sé í umsjá foreldra eða annarra. Til þess að uppfylla þjóðréttarlegar skuldbindingar samkvæmt 19. grein barnasáttmálans telji umboðsmaður barna nauðsynlegt að breyta ofangreindu ákvæðum barnaverndarlaga, sem og ákvæðum barnalaga þannig að það komi berum orðum fram í lögum að barn eigi rétt á vernd gegn hvers konar ofbeldi frá foreldrum sínum. Umboðsmaður barna gagnrýnir þá lagatúlkun sem kemur fram í dóminum, að 217. grein hegningalaga, sem felur í sér að líkamsárás geti verið refsiverð, eigi ekki við um flengingar barna, ef foreldrar samþykki þær. Þótt samþykki þolanda geti leyst menn undan refsiábyrgð samkvæmt 217. grein hegningalaga verði ekki fallist á það að foreldrar geti veitt slíkt samþykki fyrir hönd barna sinna, enda séu börn fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi. Jafnframt fái það ekki staðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar að foreldrar geti samþykkt að börn þeirra verði beitt ofbeldi, enda ber þeim skylda til þess að vernda þau gegn slíku.Ofbeldi gagnvart börnum ólíðandi Umboðsmaður segir að hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum sé ólíðandi, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt. Það getur að mati umboðsmanns barna ekki staðist að börnum sé veitt minni vernd gegn ofbeldi en fullorðnum. Umboðsmaður barna fer því fram á að lögum verði breytt og börnum tryggð sú vernd sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum.
Tengdar fréttir Rassskellir sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. 22. janúar 2009 16:48 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Rassskellir sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. 22. janúar 2009 16:48