Röskva hvetur nýja ríkisstjórn til þess að hlusta á stúdenta 27. janúar 2009 20:22 Sigurður Kári Árnason leiðir lista Röskvu í komandi kosningum í Háskólanum. Röskva, Samtök félagshyggju fólks við Háskóla Íslands segir ráðamenn ítrekað hafa hundsað kröfur námsmanna um að styrkja stoðir þjóðarinnar með því að huga betur að hugviti og fjölbreyttri menntun. Samtökin segjast ekki munu una því að næsta ríkisstjórn skelil skollaeyrum við kröfum og óskum íslenskra stúdenta. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Þar segir ennfremur að íslenska þjóðin hafi knúið fram kosningar í vor og nú standi einnig fyrir dyrum breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar. „Fráfarandi ríkisstjórn hafði uppi háfleyg orð um mikilvægi menntunar, bæði í upphafi stjórnarsamstarfsins og einnig eftir að bankakerfið hrundi. Stúdentar eygðu von um að loksins fengju menntamál þann sess sem þeim ber og að yfirvöld ætluðu sér að starfa með stúdentum. Reyndin hefur verið öll önnur," segir í yfirlýsingu frá félaginu. „Stúdentadaginn 1. desember 2008 var menntavitinn reistur á Austurvelli. Á hann voru kröfur allrar íslensku námsmannahreyfingarinnar listaðar í átta töluliðum. Bréf námsmanna var sent öllum þingmönnum og þessar kröfur ítrekaðar. Svörin sem bárust voru áform um 1,5 milljarða niðurskurð til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og 950 milljóna niðurskurð til Háskóla Íslands. Og að öðru leyti þögn." Í ljósi samstarfsslita ríkisstjórnarinnar og Alþingiskosninga vorið 2009 sendir Röskva frá sér eftirfarandi ÁLYKTUN - Röskva krefst róttækra viðhorfsbreytinga af hálfu yfirvalda. Við þurfum ríkisstjórn með styrk til þess að móta menntastefnu til framtíðar og leysa vandamálin sem steðja að. - Röskva vill ekki að baráttumál sín líði fyrir vanhæfni ríkisstjórnar, hverjir sem í henni sitja. Röskva mun berjast fyrir hagsmunum stúdenta en stólar á samstarf við stjórnvöld og treystir því að næsta ríkisstjórn sýni vilja til samvinnu. - Röskva skorar á stjórnvöld að gera hvað sem þau geta til að halda stúdentum í landinu. Röskva mun gera öllum stjórnmálaflokkum það ljóst að málefni HÍ og stúdenta verða að vera í forgrunni þegar horft er til framtíðar þessa lands. Ný ríkisstjórn verður að hlusta á kröfur stúdenta í komandi samningum við LÍN, annars má búast við stórfelldum landflótta þeirra. - Röskva krefst þess að stjórnmálamenn taki til í stefnuskrám sínum og leggi fram trúverðuga stefnu í málefnum Háskólans, menntunar almennt og öðrum hagsmunamálum stúdenta. - Röskva fagnar því að efnt hafi verið til kosninga og ítrekar þá kröfu sem allar námsmannahreyfingar á Íslandi settu fram í sameiningu þann 1. desember: Að stjórnvöld taki höndum saman við aðra Íslendinga við að byggja upp samfélag grundvallað á þekkingu, jafnrétti, félagslegu réttlæti og manngildi. Röskva mun ekki una því að næsta ríkisstjórn Íslands skelli skollaeyrum við kröfum og óskum íslenskra stúdenta og enn síður mun hún sætta sig við að raunveruleg verðmæti, eins og menntun þjóðarinnar, sitji áfram á hakanum. Ráðamenn, takið mark á rödd stúdenta! Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Röskva, Samtök félagshyggju fólks við Háskóla Íslands segir ráðamenn ítrekað hafa hundsað kröfur námsmanna um að styrkja stoðir þjóðarinnar með því að huga betur að hugviti og fjölbreyttri menntun. Samtökin segjast ekki munu una því að næsta ríkisstjórn skelil skollaeyrum við kröfum og óskum íslenskra stúdenta. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Þar segir ennfremur að íslenska þjóðin hafi knúið fram kosningar í vor og nú standi einnig fyrir dyrum breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar. „Fráfarandi ríkisstjórn hafði uppi háfleyg orð um mikilvægi menntunar, bæði í upphafi stjórnarsamstarfsins og einnig eftir að bankakerfið hrundi. Stúdentar eygðu von um að loksins fengju menntamál þann sess sem þeim ber og að yfirvöld ætluðu sér að starfa með stúdentum. Reyndin hefur verið öll önnur," segir í yfirlýsingu frá félaginu. „Stúdentadaginn 1. desember 2008 var menntavitinn reistur á Austurvelli. Á hann voru kröfur allrar íslensku námsmannahreyfingarinnar listaðar í átta töluliðum. Bréf námsmanna var sent öllum þingmönnum og þessar kröfur ítrekaðar. Svörin sem bárust voru áform um 1,5 milljarða niðurskurð til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og 950 milljóna niðurskurð til Háskóla Íslands. Og að öðru leyti þögn." Í ljósi samstarfsslita ríkisstjórnarinnar og Alþingiskosninga vorið 2009 sendir Röskva frá sér eftirfarandi ÁLYKTUN - Röskva krefst róttækra viðhorfsbreytinga af hálfu yfirvalda. Við þurfum ríkisstjórn með styrk til þess að móta menntastefnu til framtíðar og leysa vandamálin sem steðja að. - Röskva vill ekki að baráttumál sín líði fyrir vanhæfni ríkisstjórnar, hverjir sem í henni sitja. Röskva mun berjast fyrir hagsmunum stúdenta en stólar á samstarf við stjórnvöld og treystir því að næsta ríkisstjórn sýni vilja til samvinnu. - Röskva skorar á stjórnvöld að gera hvað sem þau geta til að halda stúdentum í landinu. Röskva mun gera öllum stjórnmálaflokkum það ljóst að málefni HÍ og stúdenta verða að vera í forgrunni þegar horft er til framtíðar þessa lands. Ný ríkisstjórn verður að hlusta á kröfur stúdenta í komandi samningum við LÍN, annars má búast við stórfelldum landflótta þeirra. - Röskva krefst þess að stjórnmálamenn taki til í stefnuskrám sínum og leggi fram trúverðuga stefnu í málefnum Háskólans, menntunar almennt og öðrum hagsmunamálum stúdenta. - Röskva fagnar því að efnt hafi verið til kosninga og ítrekar þá kröfu sem allar námsmannahreyfingar á Íslandi settu fram í sameiningu þann 1. desember: Að stjórnvöld taki höndum saman við aðra Íslendinga við að byggja upp samfélag grundvallað á þekkingu, jafnrétti, félagslegu réttlæti og manngildi. Röskva mun ekki una því að næsta ríkisstjórn Íslands skelli skollaeyrum við kröfum og óskum íslenskra stúdenta og enn síður mun hún sætta sig við að raunveruleg verðmæti, eins og menntun þjóðarinnar, sitji áfram á hakanum. Ráðamenn, takið mark á rödd stúdenta!
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira