Áherslur Samfylkingarinnar í viðræðunum við VG 27. janúar 2009 18:59 Breytingar á stjórn Seðlabankans, bjargráðasjóður fyrir heimilin, sem meðal annars er fjármagnaður af auðmönnum, og kosningar 30. maí er meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri Græna. Heimildir fréttastofu herma að Samfylkingin leggi áherslu á eftirfarandi atriði í stjórnarmyndunarviðræðunum: Að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði fylgt eftir með framkvæmdanefnd sem yrði undir forystu formanna flokkanna. Komið yrði á fót upplýsingamiðstöð svo að miðlun upplýsinga til almennings verði betri en hún er nú. Þá eru einnig lagðar til breytingar á stjórnarskrá varðandi fullveldi og auðlindir. Ofarlega á blaði er sú krafa Samfylkingarinnar að skipta um yfirstjórn í Seðlabanka Íslands. Bankastjórar Seðlabankans eru nú þrír en lagt er til að aðeins verði einn bankastjóri og verði hann ráðinn út frá alþjóðlegum hæfniskröfum. Þá vill Samfylkingin koma á fót peningastefnuráði sem mun taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans. Samfylkingin vill líka sett verði lög sem tryggi að veðskuldir verði niðurfelldar og aðlagaðar að greiðslugetu óháð veðstöðu láns. Milda á gjaldþrotameðferð og tryggja búsetuöryggi þeirra fjölskyldna sem missa heimili sín við gjaldþrot. Þá leggur Samfylkingin til að stofnaður verði bjargráðasjóður heimilanna sem verði m.a. notaður til að lækka greiðslubyrði almennings. Sjóðurinn verður m.a. fjármagnaður með viðlagagjaldi sem leggst á hátekjufólk auk þess sem gert er ráð fyrir að auðmenn sem báru ábyrgð á hruni bankakerfisins leggi einnig hönd á plóg. Tryggja á gott samstarf við aðila vinnumarkaðarins, fjölga störfum og bæta námslánakerfið. Auk þess sem þjónusta við skuldsett fyrirtæki verður tryggð. Samfylkingin vill að gengið verði til kosninga 30. Maí og að samhliða verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB. Samkvæmt heimildum fréttstofu vilja Vinstri grænir að kosningum verði flýtt eins og hægt er og stinga upp á því að efnt verði til þeirra 4. eða 18. apríl, enda eru liðsmenn flokksins á því að engin ástæða sé til að gefa Sjáflstæðisflokknum of langan tíma til að endurnýja forystu sína. Áður hefur Sjálfstæðisflokkur lagt til að kosið verði 9. maí. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Breytingar á stjórn Seðlabankans, bjargráðasjóður fyrir heimilin, sem meðal annars er fjármagnaður af auðmönnum, og kosningar 30. maí er meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri Græna. Heimildir fréttastofu herma að Samfylkingin leggi áherslu á eftirfarandi atriði í stjórnarmyndunarviðræðunum: Að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði fylgt eftir með framkvæmdanefnd sem yrði undir forystu formanna flokkanna. Komið yrði á fót upplýsingamiðstöð svo að miðlun upplýsinga til almennings verði betri en hún er nú. Þá eru einnig lagðar til breytingar á stjórnarskrá varðandi fullveldi og auðlindir. Ofarlega á blaði er sú krafa Samfylkingarinnar að skipta um yfirstjórn í Seðlabanka Íslands. Bankastjórar Seðlabankans eru nú þrír en lagt er til að aðeins verði einn bankastjóri og verði hann ráðinn út frá alþjóðlegum hæfniskröfum. Þá vill Samfylkingin koma á fót peningastefnuráði sem mun taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans. Samfylkingin vill líka sett verði lög sem tryggi að veðskuldir verði niðurfelldar og aðlagaðar að greiðslugetu óháð veðstöðu láns. Milda á gjaldþrotameðferð og tryggja búsetuöryggi þeirra fjölskyldna sem missa heimili sín við gjaldþrot. Þá leggur Samfylkingin til að stofnaður verði bjargráðasjóður heimilanna sem verði m.a. notaður til að lækka greiðslubyrði almennings. Sjóðurinn verður m.a. fjármagnaður með viðlagagjaldi sem leggst á hátekjufólk auk þess sem gert er ráð fyrir að auðmenn sem báru ábyrgð á hruni bankakerfisins leggi einnig hönd á plóg. Tryggja á gott samstarf við aðila vinnumarkaðarins, fjölga störfum og bæta námslánakerfið. Auk þess sem þjónusta við skuldsett fyrirtæki verður tryggð. Samfylkingin vill að gengið verði til kosninga 30. Maí og að samhliða verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB. Samkvæmt heimildum fréttstofu vilja Vinstri grænir að kosningum verði flýtt eins og hægt er og stinga upp á því að efnt verði til þeirra 4. eða 18. apríl, enda eru liðsmenn flokksins á því að engin ástæða sé til að gefa Sjáflstæðisflokknum of langan tíma til að endurnýja forystu sína. Áður hefur Sjálfstæðisflokkur lagt til að kosið verði 9. maí.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira