615 dagar 27. janúar 2009 12:55 Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lifði í 615 daga. Þrátt fyrir valdabrölt og pólitískt argaþras kvöddust formennirnir með kossi í gær. 12 ára ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk eftir síðustu kosningar. Örfáum dögum eftir úrslitin ákváðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formennirnir funduðu stíft á og kynntu stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar á sólríkum degi á Þingvöllum þann 23. Maí. Í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar var lögð rík áhersla á trausta og ábyrga efnahagsstjórn. Tryggja átti lága verðbólgu og lágt vaxtastig. Þá var einnig lögð áhersla á kraftmikið atvinnulíf auk þess sem efla átti Fjármálaeftirlitið til þess að íslenski fjármálamarkaðurinn nyti fyllsta traust. Önnur markmið voru að bæta hag aldraðra og öryrkja, styrkja menntakerfið, tryggja heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða og að umræða um Evrópumál væri opinská. Síðasta haust breyttist margt og ljóst að forsendur fyrir stjórnarsáttmálanum voru brostnar. Bankahrunið varð til þess að leita þurfti ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins auk þess sem þúsundir hafa mótmælt og krafist kosninga undanfarna mánuði. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur dalað mikið á síðustu mánuðum og var samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins 20 prósent. Mitt í þessu fárvirði hafa formenn flokkanna glímt við alvarleg veikindi. Ingibjörg Sólrún greindist með góðkynja höfuðmein í New York og hefur þurft að gangast undir aðgerðir í þar og í Svíþjóð vegna þess. Þá tilkynnti Geir H. Haarde í síðustu viku að hann hafi greinst með illkynja æxli í vélinda og muni fara utan til að gangast undir aðgerð. Samstarfi ríkisstjórnarinnar lauk í svo gær, 615 dögum eftir að það hófst. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lifði í 615 daga. Þrátt fyrir valdabrölt og pólitískt argaþras kvöddust formennirnir með kossi í gær. 12 ára ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk eftir síðustu kosningar. Örfáum dögum eftir úrslitin ákváðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formennirnir funduðu stíft á og kynntu stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar á sólríkum degi á Þingvöllum þann 23. Maí. Í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar var lögð rík áhersla á trausta og ábyrga efnahagsstjórn. Tryggja átti lága verðbólgu og lágt vaxtastig. Þá var einnig lögð áhersla á kraftmikið atvinnulíf auk þess sem efla átti Fjármálaeftirlitið til þess að íslenski fjármálamarkaðurinn nyti fyllsta traust. Önnur markmið voru að bæta hag aldraðra og öryrkja, styrkja menntakerfið, tryggja heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða og að umræða um Evrópumál væri opinská. Síðasta haust breyttist margt og ljóst að forsendur fyrir stjórnarsáttmálanum voru brostnar. Bankahrunið varð til þess að leita þurfti ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins auk þess sem þúsundir hafa mótmælt og krafist kosninga undanfarna mánuði. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur dalað mikið á síðustu mánuðum og var samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins 20 prósent. Mitt í þessu fárvirði hafa formenn flokkanna glímt við alvarleg veikindi. Ingibjörg Sólrún greindist með góðkynja höfuðmein í New York og hefur þurft að gangast undir aðgerðir í þar og í Svíþjóð vegna þess. Þá tilkynnti Geir H. Haarde í síðustu viku að hann hafi greinst með illkynja æxli í vélinda og muni fara utan til að gangast undir aðgerð. Samstarfi ríkisstjórnarinnar lauk í svo gær, 615 dögum eftir að það hófst.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira