Innlent

Lítill tilgangur með siðareglum kjörinna fulltrúa

Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi.
Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi.

Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi segir siðareglur kjörinna fulltrúa hafa harla lítinn tilgang á meðan kjörnir fulltrúar vilja ekki gefa upp þau fjárframlög og styrki sem þeir hafa þegið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi en á fundi borgarstjórnar í dag var m.a. ræt tum fjárframlög til kjörinna fulltrúa og siðareglur borgarfulltrúa.

Ólafur segir að tilefni umræðunnar hafi verið misbeiting Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, á starfi sínu sem formaður borgarráðs og synjun hans á því að gefa upp fjárframlög sem hann hefur þegið.

„Viðbrögð borgarstjóra við fyrirspurn minni um aukið byggingarmagn á Höfðatorgsreit og dýran leigusamning borgarinnar við verktaka í tengslum við þá uppbyggingu sýna að meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er illa við að hafa ákvarðanir í skipulags- og fjármálum borgarinnar uppi á borðinu," segir Ólafur í tilkynningunni.

Hann minnir síðan á að tillögu sinni í borgarstjórn um að kjörnir fulltrúar gæfu upp slík framlög var vísað frá með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum F-lista og Vinstri grænna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×