Enski boltinn

Anelka með þrennu í sigri Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka skoraði þrennu fyrir Chelsea í dag.
Nicolas Anelka skoraði þrennu fyrir Chelsea í dag. Nordic Photos / Getty Images
Nicolas Anelka fór á kostum er Chelsea vann 3-1 sigur á Watford á útivelli í lokaleik dagsins í ensku bikarkeppninni.

Watford komst yfir í leiknum með marki Tamas Priskin er hann komst í gegnum rangstöðugildru Chelsea. Gestirnir höfðu þá komist tvívegis nálægt því að skora.

Anelka jafnaði svo metin með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu Frank Lampard.

Hann skoraði svo annað markið sitt með skalla og það þriðja með lágu skoti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×