Innlent

Ungt framsóknarfólk fremur gjörning

Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður ungra framsóknarmanna.
Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður ungra framsóknarmanna.

Flokksþing Framsóknarflokksins verður sett í fyrramálið klukkan 10:00 í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Mikil spenna er fyrir fundinum en þar verður nýr formaður meðal annars kosinn. Drög að öllum ályktunum flokksþingsins hafa nú verið sett fram á vef félagsins.

Það vekur athygli að ungt framsóknarfólk mun sýna myndband á þinginu og framkvæma gjörnin þar sem tillögur þeirra um framtíðarvinnubrögð inna flokksins koma fram og fortíðin verður gerð upp.

Valgerður Sverrisdóttir formaður flokksins mun síðan flytja yfirlitsræðu og umræða um drög að ályktun um Evrópumál verður einnig á morgun.

Hægt er að sjá drögin að álytunum hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×