Enski boltinn

Totti er besti leikmaður Evrópu

NordcPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal hitar upp fyrir einvígi liðsins við Roma í Meistaradeildinni með því að lýsa því yfir að Francesco Totti sé besti knattspyrnumaður Evrópu.

Roma sækir Arsenal heim í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum þann 24. febrúar en síðari leikurinn verður í Róm þann 11. mars.

"Totti? Hann er besti knattspyrnumaður Evrópu," sagði Almunia í samtali við Gazzetta Dello Sport og bætti við að Roma væri skipulagt lið og erfitt viðureignar.

Roma byrjaði afleitlega í A-deildinni í sumar og haust, en hefur verið á ágætu róli undanfarnar vikur.

Liðinu hefur hinsvegar gengið mjög illa á Englandi undanfarin ár og tapaði m.a. 7-1 fyrir Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×