Innlent

Framsóknarflokkurinn kominn til höfuðborgarinnar

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Framsóknarflokkurinn er kominn til höfuðborgarinnar segir nýr þingmaður flokksins sem segir landsmenn þurfa flokkinn í ríkisstjórn.

Framsóknarflokkurinn fékk enga þingmenn í Reykjavík norður og suður í alþingiskosningum árið 2007. Flokkurinn bætti við sig í báðum kjördæmum og koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Vigdís Hauksdóttir ný inn á þing.

„Framsókn virðist vera komin til höfuðborgarinnar færandi hendi. Við Sigmundur Davíð náum í gegn og svo erum við að vinna stórsigur í kraganum. Það er greinilegt að hugarfarsbreyting hefur átt sér stað og ég vil meina að efnahagstillögur okkar séu að ná til höfuðborgarbúa því hér varð hrunið," sagði Vigdís Hauksdóttir við fréttastofu í gærkvöldi.

Hún sagðist einnig hafa verið svo heppin að þegar hún ákvað að fara í framboð hafi hún þurft að velja á milli þess að starfa sem lögfræðingur hjá ASÍ eða fara í framboð. „Gylfi Arnbjörnsson er skyggn, ég er komin inn á þing."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×