Enski boltinn

Collins framlengir við Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danny Collins fagnar marki í leik með Sunderland.
Danny Collins fagnar marki í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Danny Collins hefur framlengt samning sinn við Sunderland til loka tímabilsins 2011 en hann hefur verið í herbúðum félagsins í á fimmta ár.

Collins kom frá Chester árið 2004 og hefur verið einna lengst hjá félaginu af þeim leikmönnum sem eru nú hjá Sunderland.

Hann hefur verið með lykilmönnum liðsins undanfarin ár og leikur yfirleitt sem miðvörður eða vinstri bakvörður.

„Éeg er ánægður hér og það er gott að ég verð hér í einhver ár í viðbót. Mér sýnist að félagið sé að stefna í rétta átt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×