Innlent

Bjarni segir að stjórnarkreppa ríki í landinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segir að stjórnarkreppa ríki í landinu. Mynd/ Anton.
Bjarni Benediktsson segir að stjórnarkreppa ríki í landinu. Mynd/ Anton.
Það hefur runnið upp fyrir landsmönnum undanfarna daga og vikur að það er ekki einungis fjármálakreppa á Íslandi heldur einnig stjórnmálakreppa, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Bjarni sagði að það skipti sköpum í að landinu væri traust ríkisstjórn með skýra framtíðarsýn en í stað þess væri hér ríkisstjórn hvers líf hengi á bláþræði.

Bjarni gagnrýndi skattastefnu ríkisstjórnarinnar sem birtist í fjárlagafrumvarpinu harðlega og einkum fyrirhugaðar skattaálögur á álfyrirtækin. Hann sagði að álfyrirtækin greiddu hverjum starfsmanni að meðaltali fimm milljónir á ársgrundvelli en ríkisstjórnin ætlaði nú að skattleggja þessi fyrirtæki um það sem næmi 10 milljónum á hvern starfsmann.

Bjarni sagði að ekki væri hægt að skattleggja sig út úr kreppunni en taka mætti á vandanum með því að breyta skattaálagningu á lífeyrisgreiðslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×