Lífið

Þráinn Bertelsson í framboð fyrir Framsóknarflokkinn

Þráinn er kominn yfir hestasveinaaldurinn og stefnir á efsta stæti í Reykjavík.
fréttablaðið/stefán
Þráinn er kominn yfir hestasveinaaldurinn og stefnir á efsta stæti í Reykjavík. fréttablaðið/stefán
„Auðvitað vil ég bjóða krafta mína fram fyrir flokk sem ætlar sér að endurnýja flokkakerfið á Íslandi og gangast fyrir siðbót í stjórnmálum," segir Þráinn Bertelsson rithöfundur.

Þráinn stefnir á að taka efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi alþingiskosningum. Hann segir siðbót í stjórnmálum hafa verið baráttumál sitt. „Ég er 64 ára gamall og ef ég fer inn á þing þá er það til að koma málum þar fram („with a little help from my friends") ekki að sitja þegjandi og bíða eftir stöðuhækkun í flokknum. Þess vegna sækist ég eftir að leiða lista. Það væri líka ólíkt mér að vilja vera í eftirrreiðinni. Ég er kominn yfir hestasveinaaldurinn," segir Þráinn sem lengi hefur verið kenndur við Framsóknarflokkinn. Hann sagði sig hins vegar úr honum „...þegar Davíð og Halldór skráðu okkur í stríð við Írak..." en er nú að munstra sig aftur um borð. „Já, römm er sú taug ...! Mér finnst hafa verið lögð drög að glæsilegu endurreisnarstarfi í þessum sögufræga flokki og vil gjarna leggja mitt af mörkum til að byggja hér upp öflugan miðflokk með stuðingi dreifbýlis og bændasamtaka. Og ég vil vera með frá byrjun. Sósíalisminn er hruninn. Frjálshyggjan hrunin. Miðjan stendur eftir, skynsemdin og hófsemin."- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.