Enski boltinn

Wenger bjartsýnn á að halda van Persie

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie í leik með Arsenal.
Robin van Persie í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsenen Wenger er þess fullviss að félaginu takist að semja upp á nýtt við framherjann Robin van Persie en hann á nú átján mánuði eftir af núverandi samningi sínum við félagið.

Viðræður um nýjan samning hófust fyrir tveimur mánuðum síðan en frestuðust á meðan var að gera breytingar á stjórn Arsenal.

„Hann veit hversu mikils virði það væri mér og við munum reyna að fá þetta allt á hreint," sagði Wenger. „Ég er viss um að það sé líka mikils virði fyrir Robbie að vera áfram hjá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×